

Tónleikar undir yfirskriftinni Svífandi fuglar eru á dagskrá í Hörpu sunnudaginn 11. janúar kl. 16.
Þar flytja Hildigunnur Einarsdóttir messósópran, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari 15 sönglög Þorvaldar Gylfasonar við kvæði Kristjáns Hreinssonar, í útsetningu Þóris Baldurssonar.
Þorvaldur mun flytja örstuttar skýringar milli atriða. Kveðskapnum verður varpað myndskreyttum á skjá bak við sviðið. Konsertinn verður kvikmyndaður fyrir sjónvarp líkt og 2014, þegar Kristinn Sigmundsson, Bryndís Halla og Jónas Ingimundarson frumfluttu flokkinn í Salnum. Nótnabækur verða á boðstólum í hléi.
Miðasala og nánari upplýsingar eru á tix.is. Einnig er vert að benda á Facebook-viðburð tónleikanna, sjá hér.