fbpx
Fimmtudagur 29.janúar 2026
Fókus

Súkkulaðikóngur selur hönnunarhús

Fókus
Laugardaginn 13. september 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Óskar Þórðarson og Marta Nowosad hafa sett raðhús sitt við Byggakur í Akralandi í Garðabæ á sölu. Húsið er 229 fermetrar að stærð á tveimur hæðum. Ásett verð er 209 milljónir króna.

Húsið, sem er byggt árið 2010, er 229 fermetrar á tveimur hæðum. Berglind Berndsen innanhússhönnuður sá um hönnun hússins.

Óskar stofnaði súkkulaðiverksmiðjuna Omnom ásamt æskuvini sínum Kjartani Gíslasyni árið 2013. Omnom er eina súkkulaðigerðin á Íslandi sem sérhæfir sig í svokölluðu ,,baun í bita” (e. From bean to bar) súkkulaði og hafa þeir frá upphafi einungis notað og notið hágæða kakóbauna hvaðanæva að úr heiminum. Nú ár var tilkynnt að Góa hefði keypt allan tækjabúnað Omnom og myndi hefja framleiðslu undir nafninu, tók Góa formlega við rekstri 1. mars.

Óskar Þórðarson. Mynd: Facebook.

Húsið skiptist í anddyri, eldhús, borðstofu og stofu þar sem útgengt er á timburverönd, og baðherbergi á neðri næð. Innangengt er í bílskúr frá anddyri.

Á efri hæð er sjónvarpsrými, hjónaherbergi með útgengi á svalir, þrjú svefnherbergi, fataherbergi, baðherbergi og þvottahús.

Bílaplan er steypt og með snjóbræðslu, baklóðin er með timburverönd og geymsluaðstöðu. Allar innréttingar í húsinu eru sérsmíðaðar. Gólfefni eru sérlega vönduð og er gólfhiti í öllu húsinu. Innfelld lýsing að hluta. 

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“

Kanye biðst afsökunar á hegðun sinni og biður um skilning – „Ég missti tökin á raunveruleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“

Segist hafa verið rænd röddinni eftir réttarhöldin frægu – „Og það er vandamálið“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er

Hreyfispjöld til heilsueflingar – Æfingar sem hægt er að gera hvar sem er
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins

Sálfræðitryllirinn Röskun er fyrsta íslenska mynd ársins