Hanna Kristín Skaftadóttir, viðskiptafræðingur, lektor og fagstjóri viðskiptagreindar við Háskólann á Bifröst, og Atli Freyr Sævarsson, markþjálfi og athafnamaður giftu sig um helgina.
„Við áttum fullkominn dag og þökkum öllum fyrir góðar óskir og kveðjur.“
View this post on Instagram
Parið hefur verið saman frá árinu 2022 og bar Atli Freyr bónorðið upp á eyjunni Tenerife í byrjun árs 2023. Hjónin eiga son sem er fæddur í byrjun árs 2024 og Hanna Kristín á þrjú börn frá fyrri samböndum.