Helgi Ómarsson, ljósmyndari, og Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, hafa sett íbúð sína við Sólvallagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 89,9 milljónir króna.
Íbúðin er 95 fm á annarri hæð í fjölbýlishúsi sem var byggt árið 1945.
Íbúðin skiptist í eldhús, samliggjandi borðstofu og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi, svalir eru á íbúðinni.
Helgi og Pétur Björgvin hafa gert íbúðina upp og sá HAF Studio um hönnun. Eldhús og baðherbergi voru endurnýjuð árið 2018 og allir gluggar voru yfirfarnir fyrr í sumar.
Húsið hefur einnig verið tekið í gegn á undanförnum árum, bæði að innan og utan.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.