VÆB-bræður eru staddir í Sviss þar sem æfingar fyrir Eurovision söngvakeppnina eru í fullum gangi. Fyrsta æfing þeirra fór fram á laugardaginn, en í dag var loksins kominn tími á næstu æfingu og hefur keppnin birt klippu þar sem okkar menn sjást í brjáluðu stuði. Það stefnir í góða keppni þar sem VÆB mun opna keppnina en Ísland er fyrsta landið til að stíga á stokk í keppninni í ár, á fyrra undanúrslitakvöldi.
Veðbankarnir hafa þó teki við sér eftir klippuna og er Íslandi spáð 34. sæti í keppninni. Við tökum samt ekkert mark á því heldur miðum við lista sem aðdáendur Eurovision tóku saman um helgina sem sýnir hversu margar spilanir lögin hafa fengið á Spotify, en þar eru VÆB í 17. sæti.