Bandaríski áhrifavaldurinn Kiahny, 22 ára, var að taka upp myndband af sér lyfta í ræktinni þegar hún tók eftir því að par á bak við hana var að tala um hana. Hún reyndi að leiða það hjá sér en þegar hún horfði á upptökuna heyrði hún betur hvað þau voru að segja og var miður sín. Hún spyr hvort við séum ekki komin lengra en þetta og af hverju parið hafi ákveðið að fara þessa leið til að niðurlægja hana.
Kiahny hefur verið að æfa í líkamsræktarstöðvum síðan hún var 16 ára gömul. Hún var í nýrri stöð um daginn, hún hefur verið að mæta þangað síðan í mars, og var að gera rúmenska réttstöðulyftu (e. romanian dead lift). Hún var að taka sig upp gera æfinguna og var klædd í stuttbuxur og íþróttatopp.
Það var par að æfa á bak við hana, sem var ekki í mynd en það heyrðist í þeim.
„Þetta var fyrsti dagurinn í nýju prógrammi, því ég er með þjálfara, og ég var að gera rúmenska réttstöðulyftu. Ég var að taka upp æfinguna til að sýna þjálfaranum til að athuga hvort ég væri ekki örugglega að gera æfinguna rétt.“ sagði hún við News.com.au.
„Ég heyrði í þeim segja eitthvað um æfinguna mína og hvernig ég væri að gera hana beint fyrir framan þau. Ég hunsaði þau en síðan þegar ég hlustaði aftur á myndbandið þá áttaði ég mig betur á því sem þau voru að segja.“
Parið sagði að Kiahny væri að gera „óeðlilega“ æfingu og að hún væri að vera óviðeigandi.
„Þau töluðu eins og ég væri vandamálið, eins og ég væri að gera eitthvað skrýtna æfingu beint fyrir framan þau. En ég kom þangað á undan þeim og þetta er mjög venjuleg æfing.“
Kiahny tók það einnig fram að hún var í ósköp venjulegum íþróttastuttbuxum, ekki bikiníbuxum.
@kiahny Shit talkers in the gym crack me up and funnier that I got his entire shit talking on my recording 🤣🤣🤣 #australia #tiktok #content #life #gymtok #gymcontent #worktogym #shittalkers #getalife #newbalance9060 #strengthtraining #trainhard #shutup #gymvid ♬ original sound – Kiahny
Hún birti myndband á TikTok þar sem má heyra manninn segja: „Svona á ekki að nota þetta tæki.“
Netverjar voru með henni í liði. „Þetta er ræktin, hvað annað áttu að vera að gera?“ sagði einn netverji.
„Ég á erfitt með að sjá hvað er vandamálið,“ sagði annar.