fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fókus

Vinsælasta ABBA sýning heims kemur til Íslands

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 22. maí 2025 09:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinsælasta ABBA sýning í heimi Mania: The ABBA Tribute er á leið til Íslands. Sýningin verður haldin 27. september í Eldborg í Hörpu.

Þetta er vinsælasta ABBA sýning í heimi og hefur verið sýnd í yfir 35 löndum síðustu tvo áratugi. Milljónir gesta hafa skemmt sér konunglega á Mania: The ABBA Tribute. Uppselt var á tónleikana í Shaftesbury leikhúsinu í West End 2021 og á alls 80 sýningum um öll Bandaríkin 2022 og 2023.  

Mania: The ABBA Tribute skartar hæfileikaríkum flytjendum og tónlistarfólki sem endurskapa síðustu tónleika hinnar goðsagnarkenndu sænsku hljómsveitar ABBA í lifandi flutningi með flottri sviðssetningu, búningum og lýsingu. Á sýningunni verða öll frægustu lög ABBA eins og Mamma Mia, Voulez Vous, Dancing Queen, The Winner Takes It All, SOS, Fernando, Does Your Mother Know, Gimme! Gimme! Gimme!, Waterloo og fleiri.

Í tilkynningu segir að mikið verði um að vera í Hörpu þessa helgi í lok september því kvöldið áður en Mania: The ABBA Tribute stígur á svið í Eldborg í Hörpu mun ein vinsælasta kántrý hljómsveit í Bretlandi í dag Dominic Halpin and the Hurricanes stíga á svið á sama stað og halda tónleikana A Country Night in Nashville. Tónleikarnir koma beint frá The Royal Albert Hall í London og metsölu tónleikaferðalagi í Bretlandi. Kántrýsveitin er einnig á vegum Jamboree Entertainment en fyrirtækið er leiðandi í bresku tónleikahaldi á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni
Fókus
Í gær

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie
Fókus
Í gær

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini

George Wendt er látinn – Lék Norm í Staupasteini
Fókus
Í gær

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“

Bjarnheiður svarar Jónasi Sen fullum hálsi og segir hann „baðaðan í snobbi þess, sem telur sig hærra settan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár

Rosaleg breyting á Kris Jenner: Virðist hafa yngst um meira en 20 ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir

Nýjar myndir af stjörnunni hneyksla: Aðdáendur í áfalli og vinir hennar sagðir mjög áhyggjufullir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“

Afhjúpar 30 ára fjölskylduleyndarmál – Erfitt „að vita að ég hafi lifað í lygi alla mína ævi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“

Jónas hraunar yfir kórtónleika í Hörpu: „Maður gat ekki betur séð en að þetta væru náttbuxur úr Joe Boxer“