fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Þrjú atriði sem þykja eðlileg hér en furðuleg víða annars staðar – Guðni bara Guðni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 21. maí 2025 11:56

Jewells Chamber Mynd: allthingsiceland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jewells Chambers er 39 ára og frá New York í Bandaríkjunum. Árið 2016 flutti hún til Reykjavíkur, hér hefur hún eignast kærasta, stofnað fyrirtæki og líður vel. Jewells heldur úti YouTube-rásinni All Things Iceland og samnefndu hlaðvarpi og Instagram-síðu.

Í myndbandi nýlega fjallar hún um þrjú atriði sem þykja eðlileg hérlendis en stórskrítin í Bandaríkjunum.

Hækka á ofnunum og opna svo út

Fyrsta atriðið er að hækka hitann á ofnum heimilisins þegar kólnar á veturna, en opna svo út til að fá ferskt loft. Jewell segir Íslendinga vissulega hrifna af fersku lofti, en ódýrara sé að kynda hérlendis en víða erlendis.

Forsetinn bara Guðni

Annað sem henni finnst skrítið, en á sama tíma skemmtilegt er að hér er fullkomlega eðlilegt að börn ávarpi fullorðna með fornafni. Sama ger fullorðnir. Hér séum við ekki að nota herra, frú eða slíka titla. Fólk sé heldur ekki titlað með starfstitlum sínum, eins og til dæmis doktor. Rifjar hún upp þegar hún tók viðtal við Guðna Th. Jóhannesson, þáverandi forseta Íslands, og furðaði sig mikið á því að hann væri einfaldlega kallaður Guðni.

Fasteignasalinn gætir hagsmuna beggja aðila

Þriðja atriðið sem tengist fasteignaviðskiptum. Jewells hefur tvisvar keypt sér íbúð á Íslandi og segist alltaf jafn hissa á því að sami fasteignasalinn sjái um hagsmuni seljanda og kaupanda í viðskiptunum. Slíkt fyrirkomulag væri einfaldlega óhugsandi víða annars staðar, þar sem einn myndi sjá um hagsmuni seljanda og annar um hagsmuni kaupanda.

@allthingsiceland Weird in the US vs Normal in Iceland 🇮🇸 😅 There are much more than 3 things that I have noticed that might be considered weird in the US but are normal in Iceland. ✅ Would love to hear if any of these things are strange to you, depending on where you grew up. #iceland ♬ original sound – All Things Iceland – Jewells

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Í gær

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði