fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

„Refsarinn“ lýsir kynlífspartíum Diddy – Leiðbeindi honum hvernig hann átti að bera sig að með Cassie

Fókus
Miðvikudaginn 21. maí 2025 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sharay Hayes, einnig þekktur sem „The Punisher“ eða „Refsarinn“, bar vitni í réttarhöldunum yfir Sean „Diddy“ Combs.

Á mánudaginn 12. maí hófust réttarhöld yfir Diddy. Hann er ákærður fyrir mansal og fjárkúgun og hefur verið í haldi síðan í september. Í síðustu viku bar Cassie Ventura, fyrrverandi kærasta Diddy, vitni og fékk kviðdómur að heyra lýsingar af hrottalegu ofbeldi sem hún þurfti að þola í sambandi þeirra. Hún sagði að Diddy hafi stjórnað lífi hennar, beitt hana margvíslegu ofbeldi; líkamlegu, andlegu og kynferðislegu.

Sjá einnig: Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Sjá einnig: Birta myndbandið í heild sinni af hrottalegri árás Diddy gegn Cassie

Cassie bar einnig vitni um svokölluðu „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy. Hún sagði að hún hafi ekki fengið neitt val um hvort hún myndi taka þátt og að Diddy hefði stjórnað öllu sem færi fram, eins og hjá hvaða vændiskarli hún ætti að stunda kynlíf með og svo tók hann allt upp á myndband og notaði það gegn henni.

Sharay „Refsarinn“ Hayes er fyrrverandi stjörnustrippari og raunveruleikastjarna. Hann sagði það sama og Cassie, að Diddy hafi stjórnað öllu. Sharay ver strippari og tók þátt í þessum „freak-off“ partýjum á árunum 2012 til 2015.

Hann sagðist hafa tekið þátt í um tólf slíkum viðburðum og að honum hafi þótt óþægilegt hvað Diddy hafi stjórnað samförum hans og Cassie í miklum smáatriðum, eins og í hvaða stellingum þau áttu að vera. Hann sagði að stundum hafi Cassie „grett sig eða andvarpað“ yfir tillögum Diddy, og horft til hans í leit að „samþykki“ fyrir ákveðnar athafnir.

Réttarhöld standa enn yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Í gær

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði