fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Beggi Ólafs fer „íslensku leiðina“ þegar kemur að því að tala við stelpur

Fókus
Miðvikudaginn 21. maí 2025 10:17

Mynd/Instagram @beggiolafs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann var að ljúka við doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að kynna vini sína fyrir íslensku háttunum. En eitt af því sem hann gerir mest og best á Instagram er að birta myndbönd af sér fara í ísbað og koma viðstöddum á óvart með hæfni sinni að fara á bólakaf.

„Gleymdu small talk. Íslenska leiðin er að tengjast í gegnum kuldann og kaos,“ sagði hann með myndbandi af sér fara á bólakaf á meðan tvær stelpur sitja og horfa á hann, hann snýr sér síðan að þeim og virðist byrja að spjalla við þær.

Horfðu á myndbandið hér að neðan. Ef þú sérð það ekki, smelltu hér, eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

Sjá einnig: Beggi Ólafs: Karlmenn, svona verðið þið „rétti makinn“

Beggi hefur einnig verið duglegur að gefa ráð þegar kemur að rómantíkinni, hvernig er hægt að efna til samræðna, vera áhugaverður og sýna öðrum einlægan áhuga.

Sjá einnig: Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Í gær

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði