Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann var að ljúka við doktorsnám í sálfræði. Honum líður vel í Los Angeles og hefur verið að kynna vini sína fyrir íslensku háttunum. En eitt af því sem hann gerir mest og best á Instagram er að birta myndbönd af sér fara í ísbað og koma viðstöddum á óvart með hæfni sinni að fara á bólakaf.
„Gleymdu small talk. Íslenska leiðin er að tengjast í gegnum kuldann og kaos,“ sagði hann með myndbandi af sér fara á bólakaf á meðan tvær stelpur sitja og horfa á hann, hann snýr sér síðan að þeim og virðist byrja að spjalla við þær.
Horfðu á myndbandið hér að neðan. Ef þú sérð það ekki, smelltu hér, eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
Sjá einnig: Beggi Ólafs: Karlmenn, svona verðið þið „rétti makinn“
Beggi hefur einnig verið duglegur að gefa ráð þegar kemur að rómantíkinni, hvernig er hægt að efna til samræðna, vera áhugaverður og sýna öðrum einlægan áhuga.
Sjá einnig: Beggi Ólafs daðraði við ókunnuga konu og leitar nú að henni – „Sendu mér skilaboð svo ég geti fundið þig“