Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu en Jill er best þekkt fyrir lögin Supermodel, sem hljómaði meðal annars í myndinni Clueless, og lagið I Kissed a Girl.
Síðarnefnda lagið vakti mikla athygli fyrir að fjalla opinskátt um samkynhneigð á tíma þar sem það var óalgengt í popptónlist. Er hennar minnst fyrir að hafa rutt brautina fyrir aðra tónlistarmenn.
Hún gaf út sína fyrstu plötu, Things Here Are Different, árið 1990 en var á hátindi ferils síns árið 1995 þegar hún gaf út plötu, sem hét einfaldlega Jill Sobule, sem fyrrnefnd lög voru á. Hún gaf út sína síðustu plötu árið 2018 og ætlaði sér að fara á tónleikaferðalag um Bandaríkin í haust.