fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Níu leiðir sem pör nota til að halda neistanum lifandi – sama hversu lengi þau hafa verið saman

Fókus
Sunnudaginn 18. maí 2025 19:30

Það krefst vinnu að vera í hamingjuríku sambandi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Langtímasambönd eru ekki alltaf dans á rósum – til að þau blómgist áfram krefjast þau ástar og að báðilar aðilar leggi sig fram við að rækta sambandið. Þau pör sem ná að halda rómantíkinni lifandi með tímanum tileinka sér ákveðnar venjur sem styrkja sambandið. Hér eru níu atriði sem mörg hamingjusöm pör leggja áherslu á í samböndum sínum.

1. Regluleg stefnumót

Þau taka sér tíma hvort fyrir annað, jafnvel þegar lífið er annasamt. Hvort sem um er að ræða að skella sér út að borða eða á viðburði nú eða samverustundir heima við.

2. Innihaldsrík samskipti

Einlæg samtöl um annað en daglegt amstur – til að mynda drauma, tilfinningar og hugsanir – skapa djúpa tengingu.

3. Líkamleg nánd

Þau hlúa að líkamlegri nánd, hvort sem um er að ræða kynlíf, snertingu eða einfalt faðmlag upp í sófa – þetta styrkir tengslin og skapar vellíðan.

4. Að rifja upp og skapa nýjar minningar

Að minnast góðra stunda og búa til nýjar upplifanir saman eykur samkennd og endurnærir sambandið.

5. Að prófa ný áhugamál saman

Ný verkefni eða tómstundir sem bæði njóta skapar spennu og tilhlökkun í daglegu lífi.

6. Að hlúa að eigin vellíðan

Hamingjusamir einstaklingar skapa hamingjusöm sambönd. Sjálfsrækt og heilbrigði eru grundvöllur trausts sambands.

7. Rými fyrir sjálfan sig

Þau virða hvort annað sem einstaklinga og leyfa hvort öðru tíma og pláss til að vera ein með sjálfum sér og sinna sínum vinum og áhugamálum– það styrkir sambandið frekar en að veikja það.

8. Að einbeita sér að því jákvæða

Þau einblína á styrkleika og góðar hliðar maka síns og þakka fyrir það sem vel gengur í stað þess að festast í neikvæðni varðandi ákveðna hluti. Enginn er fullkominn!

9. Stunda líkamsrækt saman

Sameiginleg hreyfing – hvort sem það er gönguferðir, jóga, golf eða einhverskonar líkamsrækt – bætir bæði líkamlega og andlega heilsu og styrkir tengslin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ósætti milli stjörnuvinkvennanna – Sögð hóta að birta einkaskilaboð síðustu 10 ára

Ósætti milli stjörnuvinkvennanna – Sögð hóta að birta einkaskilaboð síðustu 10 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“

Inga Sæland segir að draumur barnabarns hennar sé orðinn að engu eftir stóra skómálið – „Hefur aldrei stigið fæti inn í skólann aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sean Penn kom með kalt svar eftir að Madonna kallaði hann stóru ástina í lífi sínu – Aðdáendur slegnir yfir útliti leikarans

Sean Penn kom með kalt svar eftir að Madonna kallaði hann stóru ástina í lífi sínu – Aðdáendur slegnir yfir útliti leikarans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló

Hætti að borða þetta í 40 daga og léttist um 14 kíló