fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. apríl 2025 21:30

Schumer og Cena í kvikmyndinni Trainwreck. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og grínistinn Amy Schumer greinir frá því að John Cena hafi í raun verið inni í henni þegar þau voru að taka upp djarft kynlífsatriði fyrir kvikmyndina Trainwreck. Hún segir einnig að þetta hafi verið eins og að vera með ísskáp ofan á sér.

Gamanmyndin Trainwreck kom út árið 2015 við góðar viðtökur bæði almennings og gagnrýnenda. Amy Schumer leikur þar kynóðan dálkahöfund og John Cena er í aukahlutverki sem líkamsræktaróður kærasti hennar. Í kvikmyndinni er kynlífsatriði sem er mörgum minnisstætt.

Í viðtali í áströlskum sjónvarpsþætti var Schumer spurð hvernig hún hefði haldið andliti í tökum á atriðinu.

„Af því að hann var í rauninni inni í mér. Hver er ég til að stöðva hann,“ sagði Schumer og tóku flestir þessu sem brandara.

Bill Hader, sem lék hitt aðalhlutverkið í myndinni, var í sama sjónvarpsviðtali. „Fjölbragðaglímumenn, þeir eru ekkert að plata. Þegar þeir eru í glímu þá eru þeir ekkert að plata,“ sagði hann og Schumer tók undir. „Þetta er raunverulegt.“

John Cena hefur einnig talað um þetta atriði í viðtali áður. Sagðist hann hafa átt erfitt með að segja unnustu sinni, fjölbragðaglímukonunni Nikki Bella, frá þessu.

„Nicole mátti vera reið út af þessu af því að ég sagði henni ekki frá því strax,“ sagði hann. „Ég hefði átt að segja henni frá þessu strax í upphafi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll