fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 26. mars 2025 09:30

Leikstjórinn Philip Balantini, og leikararnir Owen Cooper, Ashley Walters og Stephen Graham.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku þættirnir Adolescence með Stephen Graham og Owen Cooper í aðalhlutverkum hafa gjörsamlega slegið í gegn á Netflix.

Þættirnir sem eru fjórir hófu sýningar 13. mars síðastliðinn og hafa náð 66,3 milljónum áhorfa á innan við tveimur vikum og eru þættirnir þannig með metið sem bresk þáttaröð með mest áhorf og stuttþáttaröð með mest áhorf.

Ef þú hefur ekki horft á þættina og vilt ekki vita neitt um söguþráð ættir þú ekki að lesa lengra.

Philip Barantini leikstjóri þáttanna hefur nú greint frá atriði í lokaþættinum sem vera má að áhorfendur hafi ekki tekið eftir eða áttað sig á.

Þættirnir snúast um venjulega breska fjölskyldu þar sem 13 ára sonurinn, Jaime, er handtekinn grunaður um morð á bekkjarsystur sinni Katie. Owen Cooper leikur soninn og er þetta hans fyrsta hlutverk, þriðji þátturinn er fyrsta senan sem hann lék í í þáttunum.

Síðasti þátturinn hefst 13 mánuðum eftir að Jamie var handtekinn og fluttur til yfirheyrslu. Faðir hans fagnar stórafmæli, 50 ára, og reynir að komast í gegnum daginn eins og hvern annan venjulegan dag ásamt eiginkonu sinni og dóttur. Réttarhöldin yfir Jamie eru framundan.

Jamie hringir í föður sinn til að óska honum til hamingju með afmælið. Í símtalinu segist Jamie ætla að breyta afstöðu sinni og játa sekt sína. Yfir tilfinningaþrungnu samtalinu hljómar lagið Through the Eyes of a Child eftir Aurora. Texti þess fjallar um missi barnslegrar sálar og er lagið sungið af Katie.

Er þetta eina skiptið í þáttunum sem áhorfendur heyra rödd hennar. Leikstjórinn komst að því að Emilia Holliday sem leikur Katie gæti sungið og bað hana því um að flytja lagið.

„Röddin í laginu er rödd Katie. Katie er hluti af allri þáttaröðinni. Nærvera hennar er alltaf til staðar.“

Hér er lagið í flutningi lagahöfundarins Aurora.

Þáttaröðin er ekki byggð á sannri sögu en Graham, sem er meðhöfundur og skrifaði þáttaröðina, lagði áherslu á að þáttaröðin deili „verstu martröð venjulegrar fjölskyldu“.

„Mig langaði í rauninni bara að lýsa þessu og spyrja: „Hvers vegna er þetta að gerast í dag? Hvað er í gangi? Hvernig höfum við náð hingað?“

Graham slær sannarlega á hjartastrengi áhorfenda þegar hann fer inn í svefnherbergi Jaime sem foreldrar hans hafa haldið eins og 13 mánuðum fyrr. Hann brestur í grát um leið og hann tekur bangsa sonar síns og býr um hann í rúminu. „Fyrirgefðu, sonur,“ segir hann við bangsann. „Ég hefði átt að gera betur“.

Einhverjir hafa lýst yfir vonbrigðum með lokaþáttinn og segjast hafa viljað fá að sjá réttarhöld yfir Jamie. Þáttunum ljúki ekki með niðurstöðu um hvort hann var sekur eða ekki.

„Þeir sem segja að endirinn hafi verið leiðinlegur skilja hann ekki, hann var ekki gerður í afþreyingarskyni, hann sýnir hvernig gerðir barna hafa áhrif á fjölskylduna og það var mikilvægt að hafa það með.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“