fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Leikkona sakar hertogahjónin um að vera atvinnufórnarlömb – „Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur“

Fókus
Mánudaginn 17. mars 2025 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Justine Bateman er enginn aðdáandi hertogahjónanna, Harry Bretaprins og Meghan Markle. Hún segir þau atvinnufólk í að gera sig sjálf að fórnarlömbum. Hún segir Bandaríkjamenn dauðþreytta á hjónunum og vælinu í þeim.

„Vandamálið með Meghan Markle (og eiginmann hennar Harry) er að hvert tækifæri sem þau hafa gripið eða misnotað undanfarin ár má rekja til þess að þau eru í frekar aggressívri markaðsherferð fyrir Ólympíuleika fórnarlamba,“ skrifar leikkonan í fréttabréfi sínu, RACE TRACK Substack. „Munurinn á því að stunda þetta fyrir tveimur árum annars vegar og svo hins vegar núna er gífurlegur. Það er árið 2025 og enginn nennir fórnarlömbum lengur. Enginn vill horfa á fólk í þykjustuleik sem þau hafa ekki unnið sér inn fyrir.“

Leikkonan vísaði þarna til nýrra lífsstílsþátta hertogaynjunnar sem hafa ekki gengið eins vel og vonast var til. Justine segir að enginn sé að vinna gegn Markle. Hertogaynjan hafi fullan rétt á að halda úti matreiðsluþætti eða hlaðvarpi. Hins vegar hafi almenningur rétt á því að velja hvað þeir horfa eða hlusta á.

Bateman hefur áður úthúðað hertogahjónunum. Nýlega þegar miklir eldar loguðu í Hollywood sakaði Bateman hertogahjónin um að vera hamfaratúrista. Þau hafi mætt á svæði eldanna, þóst vera að hjálpa en fyrst og fremst verið að auglýsa hvað þau séu nú góð og frábær. Þau væru því engu skárri en ljósmyndarar sem elta sjúkrabíla í von um söluvænar myndir.

Lífsstílsþættirnir, With Love, Meghan, hafa verið harðlega gagnrýndir. Meðal annars er Markle sökuð um að hafa notað tækifærið til að koma með ódýr skot á bresku konungsfjölskylduna. Hertogaynjan er sökuð um að vera orðin bitur. Hún sé sífellt að ráðast á tengdafjölskyldu sína í von um viðbrögð frá þeim eða í von um vinsældir. Í einum þættinum er Markle að spjalla við grínleikonuna Mindy Kaling og skammar hana fyrir að ávarpa sig ekki með réttum titli.

„Það er líka fyndið að þú sért alltaf að segja „Meghan Markle“. Þú veist að ég er Sussex-hertogaynja núna?“

Bresku götublöðin virðast mörg sannfærð um að hertogahjónin séu við það að skilja. Orðið á götunni er að Netflix sé ekki búið að segja upp samningi sínum við hertogahjónin einmitt út af væntanlegum skilnaði. Netflix viti að áhuginn á hjónunum er lítill í dag en muni aukast mikið við skilnað og auk þess skapist þá möguleikinn á nýjum heimildarþáttum sem geti vakið mikla athygli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Í gær

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni

Lýsti yfir ást sinni á Kylie Jenner í þakkarræðunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins

Fyrsti rauði dregill ársins í kvöld – Verðlaunahátíðir skjásins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins

Oprah varpar ljósi á óvænta en ánægjulega aukaverkun megrunarlyfsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það

Jennifer Aniston gerir upp gott ár – Nýi kærastinn ánægður með það