fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Hefur þig alltaf langað að búa í bíósal? – Nú er tækifærið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 10. mars 2025 08:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsileg íbúð við Laugaveg er komin á sölu, en eignin á sér skemmtilega sögu því þar var áður salur 2 í Stjörnubíó.

Íbúðin er 2-3 herbergja 145,9 fm á tveimur hæðum við Laugaveg 96 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1967. Birt stærð skv. Þjóðskrá Íslands er 145,9m2 þar af milliloft 39,6m2. Hluti íbúðarinnar er undir súð og er því gólflöturinn stærri. 

Neðri hæðin skiptist í forstofu, snyrtingu, geymslu, eldhús, stofu og svalir.  

Efri hæðin skiptist í tvö herbergi, fataherbergi (hægt að nota sem herbergi), baðherbergi og opið rými (innisvalir). 

Eldhúsið er með vandaðri sérsmíðaðri innréttingu og Miele tækjum, granít borðplötu og innfelld lýsing er í lofti.  Mikil lofthæð upp í rúma 5,2 metra. 

Útgengt er af miðpalli út um tvöfalda hurð út á 20 fm skjólgóðar suðursvalir meðfram allri íbúðinni, með möguleika á að stækka svalir enn frekar.   Á gólfum neðri hæðar, stiga, palli og gluggakistum er marmari og íslenskt blágrýti. Borðplata á snyrtingu er úr íslensku blágrýti.

Efri hæðin er í norðurhluta íbúðarinnar og er gengið upp á rúmgóðar innisvalir með sérsmíðuðu smíðajárnshandriði og sérsmíðuðum, innbyggðum bókahillum með rúmgóðum skúffum. Búið er að útbúa herbergi á innisvölum með opnanlegum glugga inni í alrými. Baðherbergi er með sérsmíðaðar innréttingar, marmara á veggjum, granít á gólfi og borðplötu og sérsmíðaðan granít sturtuklefi.  

Hljóðdempun og hljóðeinangrun eru mjög góð í íbúðinni þar sem hún var áður bíósalur.  

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs