fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 10:29

Tom Brady og Gisele Bündchen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady birti óræð skilaboð um ást, degi eftir að fyrrverandi eiginkona hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eignaðist barn með þjálfaranum Joaquim Valente.

Ruðningskappinn og fyrirsætan skildu í lok árs 2022 eftir þrettán ára hjónaband.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tom Brady birtir óræð skilaboð á samfélagsmiðlum en fyrir rúmlega ári síðan kom hann fylgjendum sínum á Instagram á óvart með færslu um framhjáhald.

Sjá einnig: Tom Brady sendir óræð skilaboð um framhjáhald ári eftir skilnaðinn við Gisele Bündchen

Nú hefur hann endurtekið leikinn en í þetta sinn var óræða færslan um ást.

„Ég held í alvöru að leyndarmálið á bak við að vera elskaður er ást. Og leyndarmálið á bak við að einhver hafi áhuga á þér er að hafa áhuga. Og leyndarmálið á bak við að aðrir finni fegurðina í þér er að þú finnur fegurð í öðrum. Og leyndarmálið á bak við að eiga vin er að vera vinur,“ stóð í færslunni og skrifaði Tom Brady með: „Elska þetta.“

Tom Brady Shares Cryptic Quote on Instagram

Brady og Bündchen eiga saman tvö börn, Benjamin Rein, 14 ára, og Vivian Lake, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Í gær

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“

„Til hamingju, þú eignaðist stóran og fallegan dreng en við vitum ekki hvort konan þín lifir af“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun