fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Tom Brady birtir óræð skilaboð um ást eftir að fyrrverandi eignaðist barn með öðrum manni

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 10:29

Tom Brady og Gisele Bündchen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NFL-stjarnan Tom Brady birti óræð skilaboð um ást, degi eftir að fyrrverandi eiginkona hans, ofurfyrirsætan Gisele Bündchen, eignaðist barn með þjálfaranum Joaquim Valente.

Ruðningskappinn og fyrirsætan skildu í lok árs 2022 eftir þrettán ára hjónaband.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Tom Brady birtir óræð skilaboð á samfélagsmiðlum en fyrir rúmlega ári síðan kom hann fylgjendum sínum á Instagram á óvart með færslu um framhjáhald.

Sjá einnig: Tom Brady sendir óræð skilaboð um framhjáhald ári eftir skilnaðinn við Gisele Bündchen

Nú hefur hann endurtekið leikinn en í þetta sinn var óræða færslan um ást.

„Ég held í alvöru að leyndarmálið á bak við að vera elskaður er ást. Og leyndarmálið á bak við að einhver hafi áhuga á þér er að hafa áhuga. Og leyndarmálið á bak við að aðrir finni fegurðina í þér er að þú finnur fegurð í öðrum. Og leyndarmálið á bak við að eiga vin er að vera vinur,“ stóð í færslunni og skrifaði Tom Brady með: „Elska þetta.“

Tom Brady Shares Cryptic Quote on Instagram

Brady og Bündchen eiga saman tvö börn, Benjamin Rein, 14 ára, og Vivian Lake, 11 ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“

Símon rífur í sig „útvatnaðan“ Hamlet – „Í staðinn mökuðu sig bara allir út í blóði og þóttust vera dauðir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra

Drama í Miss Universe: Keppendur gengu út í mótmælaskyni eftir að framkvæmdastjóri niðurlægði eina þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt

Veitti sjaldséða innsýn í samband Jennifer Aniston og Brad Pitt