fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Fókus

Þau giftu sig árið 2025

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 24. desember 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástin sveif yfir árinu 2025 og samfélagsmiðlum. Fjölmörg pör staðfestu ást sína með hjónabandi frammi fyrir vinum og vandamönnum, mörg eftir margra ára samband og sambúð. Hér má sjá nokkur pör sem sögðu já og settu upp hringa á árinu og voru til umfjöllunar í fjölmiðlum landsins.

Tónlistarkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson, viðskiptafræðingur, giftu sig í Hafnarfjarðarkirkju í lok júlí. Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson gaf brúðhjónin saman. Dagur Hjartarson söng útgöngulagið, lag bresku rokksveitarinnar Led Zeppelin frá 1969, Whole Lotta Love.

Jóhanna Guðrún og Ólafur byrjuðu saman í menntaskóla og voru par í nokkur ár. Ólafur fór með Jóhönnu Guðrúnu til Moskvu árið 2009 þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision og hafnaði í öðru sæti með lagið Is It True? Parið byrjaði saman árið 2021 eftir margra ára aðskilnað.

Brúðkaupsveislan var haldin í gamla Nasa, Sjálfstæðissalnum á Iceland Parliament Hótel og sá Blómahönnum um skreytingar. Eins og við er að búast var heilmikið um söng og tónlist í veislunni. Auðunn Blöndal og Steindi Jr. voru veislugestir, og tóku þeir meðal annars lagið ásamt Sverri Bergmann og Jóhönnu Guðrúnu í þjóðarlaginu Komið að því. Sverrir tók svo lagið einn við undirleik Fjallabróðurins Halldórs Gunnars Pálssonar. Sverrir stýrði einnig hópsöng á Is It True? Jóhanna Guðrún tók svo lagið eins og söng meðal annars lag Einars Bárðarssonar, Ég sé þig. Elvis Presley eftirherma steig einnig á svið og kenndi hjónunum og veislugestum nokkur spor.

Hjónin eiga saman dótturina Jóhönnu Guðrúnu, og Jóhanna Guðrún á son og dóttur frá fyrra sambandi.

Jóhanna Guðrún og Ólafur: Mynd: Instagram.

Hanna Krist­ín Skafta­dótt­ir, viðskipta­fræðing­ur, lektor og fag­stjóri viðskipta­greind­ar við Há­skól­ann á Bif­röst, og Atli Freyr Sæv­ars­son, markþjálfi og at­hafnamaður giftu sig um miðjan ágúst.

„Við áttum fullkominn dag og þökkum öllum fyrir góðar óskir og kveðjur.“

Parið hefur verið saman frá árinu 2022 og bar Atli Freyr bónorðið upp á eyj­unni Teneri­fe í byrjun árs 2023. Hjónin eiga son sem er fæddur í byrjun árs 2024 og Hanna Kristín á þrjú börn frá fyrri samböndum.

Alexandra Sif Nikulásdóttir, samfélagsmiðlastjóri og förðunarfræðingur, og Arnar Freyr Bóasson, bifvélavirki giftu sig í skrúðgarðinum í Elliðárdal í lok júlí.
Parið hefur verið saman í áratug og bað Arnar hennar nokkrum mínútum eftir miðnætti áramótin 2023/2024. Þau eiga eina dóttur saman.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ale Sif Nikulásdóttir (@alesif)

Rós Kristjánsdóttir, gullsmiður og annar eigandi skartgripaverslunarinnar Hik & Rós, og Þorsteinn B. Friðriksson, forstjóri Rocky Road, giftu sig í frönskum kastala í lok september. Guðjón Guðjónsson vinur þeirra, framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Oz, gaf þau saman.

Hjónin hafa verið saman frá árinu 2017 og trúlofuðu þau sig í mars 2024. Þau eiga tvo syni saman, og Þorsteinn á tvo börn frá fyrra sambandi.

„27. 09.25. Ógleymanleg þriggja daga hátíð í Frakklandi með öllum okkar bestu vinum og fjölskyldu! Takk allir sem lögðu land undir fót til að fagna ástinni með okkur! Það var ansi hörð lending að koma aftur heim í súldina en við munum lifa á þessu lengi. TAKK!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Thorsteinn Fridriksson (@thorsteinnf)


Gríma Björg Thorarensen, innanhússhönnunður og Skúli Mogensen, athafnamaður, giftu sig í ágúst. Athöfnin fór fram í Hvammsvík í Hvalfirði þar sem þau reka sjóböð og ferðamannagistingu.

Hjónin eiga saman tvo syni, fædda 2020 og 2021. Skúli á uppkomin börn frá fyrra sambandi.

Athöfnin fór fram á yfirbyggðu útisvæði þar sem strengjasveit lék. Skúli hannaði hof sérstaklega fyrir brúðkaupið. Veislan var haldin í hlöðunni í Hvammsvík og skemmtu Unnsteinn Manúel, Matthildur og Daníel Ágúst gestum. DJ Margeir tók síðan við.

„Elsku vinir, hjartanlega velkomin í brúðkaupshelgina okkar. Mikið erum við þakklát að fá að njóta hennar með ykkur. Hér eru bæði nauðsynjar og ónauðsynjar sem við vonum að komi að góðum notum á meðan dvölinni stendur. Ástarkveðjur, Skúli og Gríma,“ stóð í kveðju í gjafapoka til gesta sem gistu á svæðinu.

Gríma Björg og Skúli

Daníel Óliver NyBack, tónlistarmaður og Daniel Mattias Nyback giftu sig í lok ágúst í sænskum kastala að viðstöddum 100 manns. Hjónin hafa verið saman í 14 ár og trúlofuðu þeir sig í september árið 2023 eftir loftbelgsferð.

Hjónin réðu sér brúðkaupsskipuleggjanda og ákváðu að þemabrúðkaup í anda Gatsby.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by danneboy (@danielnyback)


Rúna Esradóttir og tónlistarmaðurinn Örn Elías Guðmundsson, best þekktur sem Mugison, giftu sig í sveitabrúðkaupi í ágúst.

„Lítið sveitabrúðkaup með foreldrum og systkinum í gær, loksins erum við Rúna gift eftir 23 ára reynslutíma.“

Þau trúlofuðu sig í desember 2024 og eiga tvo syni saman. Mugison bað Rúnu fyrir framan hundruð tónleikagesta í Hallgrímskirkju á síðustu tónleikum langs tónleikaferðalags síns um allt land.

Rúna og Örn. Mynd: Facebook.

Ragnhildur Jónsdóttir, Ragga Holm, tónlistarkona, plötusnúður og meðlimur Reykjavíkurdætra og Elma Valgerður Sveinbjörnsdóttir, giftu sig í lok júlí.
„25.07.25. Ekki lengur kærustupar.“ Ragga og Elma eignuðust frumburð sinn, soninn Bjarka, 22. október 2024.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elma Valgerður (@elmavalgerdur)

Eva Margrét Ásmundsdóttir, fasteignasali og Ómar R. Valdimarsson, lögmaður giftu sig í maí eftir átta mánaða samband. Eva á tvo syni frá fyrra sambandi og Ómar tvær dætur frá fyrra sambandi.

Ómar og Eva.

Saga Ýrr Jóns­dótt­ir, lögmaður og Sturla B. Johnsen, lækn­ir giftu sig 1. mars í Suður-Afríku. Sturla bað Sögu á heimili foreldra hennar þann 21. desember, en parið hefur verið saman í tvö og hálft ár. Parið brá sér ásamt vinahópi í golfferð til Suður-Afríku. Saga keypti kjól og slör í brúðkaupsversl­un­inni Lof­orð og laumaði með í ferðatöskunni án þess að vinahópurinn vissi af.

„Langþráður dag­ur runn­inn upp. Í okk­ar til­viki var ekki hind­rana­laust að fá að verða hjón en það er líka þannig að það sem maður þarf að hafa fyr­ir verður þeim mun dýr­mæt­ara. Þess vegna tók­um við ákvörðun um að eyða þess­um degi ein, án allra sem okk­ur þykir vænst um, og njóta augna­bliks­ins ein­ung­is í návist hvors ann­ars,“ seg­ir Saga í færslu á Facebook:

„Prest­ur­inn sagði við okk­ur að nú væri nýtt líf hafið. Líf þar sem ein­mana­leiki yrði hverf­andi þar sem við fynd­um sam­astað í hvort öðru, þar sem erfiðleik­ar yrðu auðveld­ari því við mynd­um veita hvort öðru skjól. Þetta hitti beint í hjart­astað því Stulli minn er svo sann­ar­lega skjólið mitt, stoð mín og stytta. Í Suður Afríku erum við hjón og ég er skráð Saga Ýrr Jónsdóttir Johnsen. Framundan eru fleiri brúðkaup, í fleiri löndum. Allt endar þetta með kirkjubrúðkaupi og heljarinnar brúðkaupsveislu þann 20.06.2026 á Íslandi og við treystum á að allt okkar uppáhalds fólk taki daginn frá.“

Saga Ýrr og Sturla. Mynd: Facebook.

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powers og Vikt­or Már Snorra­son, mat­reiðslumaður, giftu sig undir berum himni á Selfossi 21. júní við sumarsólstöður. Kyana hefur búið á Íslandi frá árinu 2020 og nýtur vinsælda á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir upplifun sinni af Íslandi.

„Við giftum okkur á Jónsmessu, lengsta degi ársins á Íslandi. Eins og við var að búast á Íslandi rigndi og var ansi svalt, svo gestirnir okkar fundu sér regnföt í miðri athöfninni. Unnusti minn minnti mig á það að gestirnir voru ekki að koma þangað fyrir veðrið. Mig langaði að deila þessum stóra áfanga með ykkur, því svo margir hafa fylgt mér í gegnum þetta allt, flytja allslaus til Íslands, vera næstum rekin úr landi og verða ástfangin. Þið hafið verið ómetanlegur stuðningur og ég gæti ekki verið þakklátari fyrir ykkur.“

María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur, og Jónas Þór Jónasson, lögmaður, giftu sig á Ítalíu í júlí. Parið trúlofaði sig í Marrakesh vorið 2024 og eiga þau samtals fimm börn frá fyrri samböndum.

María Björg og Jónas Þór. Mynd: Unconventional Photography.

Hjördís Perla Rafnsdóttir, prestur, og Kári Árnason, fyrrum fótboltamaður, giftu sig í Cascais í Portúgal í júní. Þau eiga tvo syni saman og hafa verið saman í fjölda ára.

Hjördís Perla og Kári.

Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, og Signý Kristín Sigurjónsdóttir, stundakennari og doktorsnemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, giftu sig í lok janúar.

Hjónin hafa verið saman í rúm sex ár og kynntust í skátunum þar sem þær tilheyra stórum vinahópi. Þær giftu sig í Fríkirkjunni með athafnastjóra frá Siðmennt og veislan fór fram í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni. Móðir Þórhildar saumaði brúðarkjól hennar og Signý var í sérsaumuðum jakkafötum.

Þórhildur og Signý.

Hrefna Dís Halldórsdóttir, samkvæmisdansari, og Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í fótbolta, giftu sig erlendis, við glæsilega athöfn í Aþenu í Grikklandi þann 19. júní. Brúðkaupið fór fram undir berum himni á Hatzi Mansion, vinsælum veislustað í hjarta gríska landbúnaðarlandsins í Anavyssos, rétt utan við Aþenu.

Hjónin sem hafa verið saman í áratug eiga dóttur og son saman og fjölskyldan er búsett í Grikklandi þar sem Sverrir spilar með Panathinaikos.

Sunna Ben, plötusnúður, ljósmyndari og listakona, og Andri Freyr Þorgeirsson, tónlistarmaður, giftu sig í nóvember. Hjónin eiga tvo syni.
„Á laugardaginn, þann 22.11.25, héldum við Andri minn ponsulítið brúðkaup og það var best. Takk fyrir okkur!“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Sunna Ben (@sunnaben)


Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Betri samgangna, og Daníel Barrios Castilla, orkuverkfræðingur, giftu sig tvisvar á árinu. Fyrst hjá sýslumanni 25. júlí og síðan í borginni Medellín í Kólumbíu, heimalandi Daníels. Hjónin hafa verið saman í fimm ár.


Lögmennirnir Diljá Helgadóttir og Snæbjörn Valur Ólafsson giftu sig einnig tvisvar, fyrst þann 22. febrúar í Þingvallakirkju með nánustu vinum og fjölskyldu og síðan í sannkölluðu lúxusbrúðkaupi í Búdapest í Ungverjalandi þar sem haldin var þriggja daga hátíð sem hófst 27. júlí.

Hjónin sem hafa verið saman í áratug eru búsett í London í Bretlandi þar sem Diljá starfar sem framkvæmdastjóri á lögfræðisviði í svissnesku fjármálafyrirtæki og Snæbjörn sem lögmaður á bandarískri lögmannsstofu.

Diljá og Snæbjörn. Mynd: Rokolya Photography

Maríanna Pálsdóttir, snyrtifræðingur og jógakennari UMI heilsuseturs á Seltjarnarnesi, og Guðmundur Ingi Hjartarson, Dommi, eigandi Netheima og job.is, giftu sig í lok ágúst í Dómkirkjunni. Veislan var haldin í Gamla bíói. Hjónin hafa verið saman í þrjú ár og trúlofuðu sig í febrúar á þessu ári.

Guðmundur og Maríanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“

Vikan á Instagram – „Besti tími ársins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun

Sænsk hefð vekur athygli og er talin vera góð leið til að fyrirbyggja kulnun