

Samfélagsmiðlastjarnan og fyrrum sundfatafyrirsæta Sports Illustrated Haley Baylee heldur því fram að typpastærð fyrrum eiginmanns hennar og fyrrverandi NFL-leikmannsins Matts Kalil hafi gert út um hjónaband þeirra.
Segir hún reðurinn hafa verið „stærsti þátturinn“ í skilnaði þeirra árið 2022.
„Við vorum að reyna að laga þetta og leggja hart að okkur í hjónabandinu,“ sagði hún í nýlegu viðtali á Twitch.
„Allt hjónabandið okkar, ég ætlaði að prófa allt. Við reyndum allt: meðferðaraðila, lækna. Ég er ekki einu sinni að ljúga, leitaði upp fitusýru … Þess vegna er þetta svolítið fyndið. Það er eins og líf mitt sé gamanmynd og það skrifar sig sjálft,“ bætti Hayley við. „Typpið var stærsti þátturinn.“
Baylee sagðist bera væntumþykju til síns fyrrverandi og sagði typpastærð hans „um það bil 0,01 prósent af íbúunum“. „Við höfum reynt, ómögulegt nema þú farir að gráta,“ bætti hún við.
Parið byrjaði saman eftir að hann gekk til liðs við Vikings árið 2012. Þremur árum síðar giftu þau sig í glæsilegri athöfn á Hawaii. Í maí 2022 sótti Baylee um skilnað og vísaði til óleysanlegs ágreinings. Í apríl 2024 giftist Kalil fyrirsætunni Keilani Asmus og eignuðust þau son í lok þess árs.