fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 09:30

Bubbi Morthens og Símon Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki ánægður með gagnrýni handritahöfundsins og fyrrverandi blaðamannsins Símonar Birgissonar og leggur til að Símon sé ekki hlutlaus þegar kemur að leikhúsum landsins. Hann segir sýningar Þjóðleikhússins fá slæma útreið frá Símoni þar sem hann sé að „hefna sín á Magnúsi Geir.“

„Mál málanna á götunni og í menningarheiminum er Simon Birgisson sem sér um menningarumfjöllun á Vísir. Undanfarið hefur maður séð hjá honum endurtekna fýlueinkunn handa Þjóðleikhúsinu – nýjasta fyrirsögnin er Floppin hans Balta og er hann þá meðal annars að vísa til þess að Baltasar stýrir Íbúð 10B eftir Ólaf Jóhann sem Símon er mjög óánægður með,“ segir Bubbi.

Símon fór hörðum orðum um leikritið Íbúð 10B í gagnrýni á Vísi. Hann sagði að Baltasar Kormákur, leikstjóri verksins, hafa getað gert betur og að hann hafi orðið fyrir vonbrigðum á sýningunni.

Sjá einnig: Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns:„Var þetta allt og sumt?“

„Hópur af fólki í kringum mig sem hefur séð þessa uppfærslu talar hins vegar um hversu frábær sýningin sé,“ segir Bubbi. „Símon hefur fullt leyfi til að vera í fýlu út í Þjóðleikhúsið og stjórnendur þess, hann má líka taka niður allar sýningar Þjóðleikhússins, hins vegar er Baltasar búinn að afreka hluti í kvikmyndageiranum á Íslandi sem eiga sér ekki hliðstæðu. Baltasar sem kemur upprunalega úr leikhúsheiminum og hefur lengi verið talinn einn fremsti sviðsleikari þjóðarinnar er sigurvegari hvernig sem á það er litið. Hann á að baki uppsetningar sem leikstjóri í leikhúsum auk kvikmyndanna.“

Baltasar Kormákur.

„Símon grimmi sé að hefna sín á Magnúsi Geir“

„Við sem fylgjumst með skrifum Símonar erum að spá í hversu mörgum sýningum hann nær að gefa falleinkunn hjá Þjóðleikhúsinu og fullt hús hjá Borgarleikhúsinu á leikárinu. Sumir segja að frábæru dómarnir sem Borgó sé að fá komi til af því að Símon grimmi sé að hefna sín á Magnúsi Geir [Þjóðleikhússtjóra] en auðvitað trúir því enginn maður. Leikhúsgagnrýnendur eru bráðnauðsynlegir hvort sem þeir nota skrifin til þess að fá útrás fyrir gremju eða ekki, en er sýning flopp þó að Símon Birgisson segi það í fjölmiðli? Ég er alls ekki viss um það, hins vegar getur verið að honum hafi leiðist en það er allt annað en flopp!“ segir Bubbi.

„Ég skil vel að leikarar og stjórnendur geti ekki svarað fyrir sig, samkvæmt leiknum er það ekki smart. Líka má spyrja sig: er Símon Birgisson flopp sem skrifar leikhúsgagnrýni vegna þess að hann floppaði í efstu tröppu?“

Bubbi ætlar sjálfur á sýninguna. „En nú er ég á leiðinni að fara að sjá verkið og svo ætla ég að skrifa eitthvað meira um þetta allt. Það eitt er víst að Balti er ekki flopp. Verk hans eru misjöfn eins og gerist og gengur en floppin hans eru engin nema þá í huga þeirra sem standa í skugga hans út af stærð hans. Menn geta sagt það sem þeir vilja eins og ég til dæmis núna í þessum skrifum um þessa meintu flopp-steli-sýningu sem Símon hefur á hornum sér. Hugmyndir skarast, alveg eins og laglína getur verið skyld annarri laglínu, spyrjið bara Sir James Paul McCartney og alla hina. Allavega er slúðrað svona í dag í borginni.“

„Maður sem fær ekki endurnýjun á samningi sem dramatúrg hjá þjóðleikhúsinu og fær útrás að skrifa niður öll verk sem þjóðleikhúsið setur upp, er bara í mega fýlu. Allavega hef ég ekki verið sammála neinu sem hann hefur skrifað um þau verk sem ég hef séð,“ skrifaði einn netverji við færsluna.

Það er þó vert að taka það fram að Bubbi tjáði sig um málið í gær á Facebook en í morgun birtist ný gagnrýni frá Símoni á Vísi þar sem hann gaf Hamlet í Borgarleikhúsinu tvær stjörnur af fimm. „Þetta er útvötnuð útgáfa af Hamlet fyrir yngri kynslóðina. Það vantar ekki hugmyndirnar en hamagangurinn er á kostnað fínni blæbrigða verksins,“ segir hann meðal annars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Í gær

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador

Sonur síðasta vitavarðarins í Hornbjargsvita var myrtur í El Salvador