
Hafdís var að fá sér hund af tegundinni doberman sem fékk nafnið Bianca.
Smelltu hér ef þú sérð ekki myndirnar hér að neðan eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram
„Það eru allir að bíða eftir að ég tilkynni nýjan kærasta. En ég var að leita að gamaldags ást, heiðarleika og tryggð… þannig ég fékk mér hund,“ sagði Hafdís kímin.
Bianca er tveggja ára og flutti Hafdís hana inn frá Serbíu.
Það er heldur fjör á heimili Hafdísar, sem á fimm syni, en auk Biöncu á hún hundinn Flex sem er sex ára.
Hafdís var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV, í ágúst. er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún ræddi einlæg um að finna sig eftir erfiðleika, vinkonumissi og hvernig er að verða fyrir netníði þegar hún var á dimmum stað. Hún opnaði sig einnig um æskuna, að verða móðir ung og fæðingarþunglyndi.
Sjá einnig: Hafdís Björg: „Ég týndi mér alveg“