

Höskuldarviðvörun: Hér að neðan koma fram upplýsingar úr 37. þáttaröð af The Simpsons.
.
.
.
The Simpsons kvaddi eina persónu, sem var jafnframt ein elsta persóna þáttanna, í sjöunda þætti af nýjustu þáttaröðinni.
Alice Gluck, organisti kirkjunnar í Springfield, lést skyndilega í miðri prédikun séra Lovejoy.

Þátturinn fjallaði um fráfall hennar og afleiðingar þess á bæjarbúa.
Þetta er í annað skipti sem Alice deyr í þáttunum, en hún var drepin af vélmenna-sel í 23. þáttaröð og hefur síðan þá snúið aftur, bæði sem draugur eða lifandi, en það fer eftir hvað sagan þarfnast að hverju sinni.
Það er því spurning hvort að með þessu sé hún að kveðja endanlega eða snúi aftur sem draugur.
Alice kom fyrst fram í þáttunum í annarri þáttaröð árið 1990.