fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Opnar sig um dulið fósturlát

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. nóvember 2025 09:56

Árný Fjóla Ásmundsdóttir. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árný Fjóla Ásmundsdóttir tónlistar- og listakona opnaði sig um fósturlát sem hún og eiginmaður hennar Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður gengu í gegnum nýlega.

„Mig langar að deila reynslu minni á duldu fósturláti sem ég lenti í. Og við fjölskyldan öll af því að auðvitað er þetta eitthvað sem snertir marga,“ segir Árný Fjóla í einlægu myndbandi á samfélagsmiðlum.

„Ég fattaði mjög fljótlega að ég væri ólétt og var búin að hugsa þetta í þrjá mánuði.“

Hjónin mættu mjög spennt í 12 vikna sónar 3. nóvember síðastliðinn og segir Árný Fjóla að lítið hafi sést í honum, alla vega ekki 12 vikna fóstur. Þau fengu tíma strax í Reykjavík sem Árný Fjóla segist hafa verið þakklát fyrir. Þar kom í ljós fósturlát á 6 eða 7 viku. Árný Fjóla útskýrir að slík sé kallað dulið fósturlát, þegar engin einkenni eru þrátt fyrir að fóstrið sé ekki lengur lifandi. Segist hún ekki hafa hafa fundið fyrir neinum sársauka eða blæðingum, og enn hafa verið með væg óléttueinkenni líkt og á fyrri meðgöngum

„Þannig að okkur grunaði ekki hvað var að gerast.“

Árný Fjóla fór í lyfjaúthreinsun sem gekk vel og segir hún hafa fengið góða aðstoð og leiðbeiningar á kvennadeildinni.

„Það sem mér fannst best í þessu er að við vorum búin að segja mörgum fjölskyldumeðlimum frá þessu þannig að það var hægt að deila sorginni. Andlega heilsan er að koma til, maður er ekki tíu daga að jafna sig eftir svona.“

Árný Fjóla segist þakklát fyrir hvað þau eiga marga góða að og hvað heilbrigðiskerfið tók vel á móti þeim. Henni hafi fundist gott að komast aftur í vinnu, en hún starfar á leikskóla.

„Það er margt að þakka og maður er bara meir og ríkur í hjartanu að eiga svona mikið af fólki í kringum sig. Mig langaði að deila þessu af því þetta er algengt, kemur fyrir margar konur á fyrsta þriðjungi meðgöngu og mig langar að deila minni reynslu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“

Þakkar fyrrverandi fyrir allan „Frasier peninginn“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry

Fyrrverandi eiginkonan rýfur þögnina um Justin Trudeau og Katy Perry
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“

„Síðustu tveir sem ég deitaði virkuðu fullkomnir þar til ég komst að öfgakenndu blæti þeirra – Er ég svona óheppin?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu

Dóttir goðsagnarinnar með gat í miðsnesinu eftir stífa eiturlyfjaneyslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri

Maður sem greip í leikkonu ákærður fyrir óspektir á almannafæri