

Svona hefst bréf 38 ára karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Sally Land, sem skrifar fyrir vinsæla Dear Deidre dálkinn.
Hann og konan hafa verið gift í tíu ár og eiga tvö börn á grunnskólaaldri. Þeim langaði báðum að krydda upp kynlífið og mættu saman í swing-partý.
„Það tók ekki konuna mína langan tíma að stunda kynlíf með ungum og myndarlegum karlmanni. En í stað þess að taka þátt þá stóð ég vandræðalega til hliðar og horfði á. Mér leið hræðilega og við fórum stuttu síðar. Ég sagði henni að ég hafi ekki notið mín í partýinu og hún sagði það sama. Ég hélt að við gætum unnið í sambandinu sjálf og við töluðum ekki meira um að opna sambandið.“
En eiginkonan var greinilega ekki sammála.
„Nokkrum dögum seinna var einhver „Sara“ að hringja í símann hennar og ég svaraði en það var karlmaður á hinni línunni, hann sagðist hafa hringt í vitlaust númer. En þegar ég skoðaði skilaboðin í símanum hennar þá hafði hún og „Sara“ talað mikið saman og planað að hittast vikuna áður.
Ég talaði við hana um þetta og við rifumst harkalega. Hún viðurkenndi að „Sara“ væri maðurinn í partýinu. Ég flutti út af heimilinu í smá tíma en sneri aftur heim því ég saknaði barnanna.
Við ákváðum að láta reyna aftur á sambandið en svo fékk ég að heyra frá vini að konan mín væri enn að hitta nokkra karlmenn, meira að segja eftir að ég flutti aftur heim.
Ég talaði aftur við hana og hún brotnaði niður og viðurkenndi að hún hafi farið aftur í swing-partý og meira að segja tekið þátt í hópkynlífi. Það sem er enn verra er að hún notaði ekki smokk með þeim öllum og smitaði mig af kynsjúkdómi.
Ég elska hana en hegðun hennar hefur eyðilagt samband okkar.“
„Þú varst opinn fyrir þeirri hugmynd að stunda swing og með því að láta reyna á það þá fóruð þið yfir ákveðin mörk.
Eiginkonan þín veit að hún er að gera eitthvað rangt en hún samt gerir það. Ef fjölskylda ykkar á að eiga einhvern möguleika að hafa þetta af þá þarftu að vera mjög skýr við hana um að hún verði að hætta öllum kynlífsathöfnum utan hjónabandsins.
Spurðu hana af hverju hún er að þessu og hvað hún þarf frá þér. Segðu henni líka hvað þú þarft.
Ef hún er ekki tilbúin að breyta hegðun sinni þá breytir það engu þó þú haldir áfram að fyrirgefa henni.“