Lopez var í morgunþættinum Today Show til að kynna nýju kvikmynd hennar Kiss of the Spider Woman, en Affleck er einn af framleiðendum myndarinnar.
Sjónvarpsmaðurinn Craig Melvin sagði: „Skilnaður þinn og Ben…“
Og þá greip Lopez hlæjandi fram í og sagði: „Ný byrjar þetta.“
Melvin reyndi að halda áfram en Lopez bætti við: „Sjá þennan gaur.“
Sjónvarpsmaðurinn náði svo að klára: „Fyrrverandi maðurinn þinn er framleiðandi myndarinnar!“
„Hann er það,“ sagði hún. „Ef það væri ekki fyrir Ben þá hefði myndin ekki orðið að raunveruleika og ég mun alltaf gefa honum heiðurinn á því.“
Sjáðu klippuna hér að neðan.
Sjá einnig: Bennifer saman á ný á rauða dreglinum
Affleck sagði í viðtali við Extra að Lopez hafi verið frábær í myndinni. „Hún gaf allt sitt í myndina. Hún vann hörðum hörðum. Þú sérð alla hennar hæfileika, sem einhver sem ólst upp við að horfa á klassískar söngvamyndir. Hún gerir allt í þessari mynd,“ sagði hann.