fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Fókus

Frægir karlmenn sögðu óviðeigandi hluti um brjóst hennar og allir hlógu

Fókus
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 09:29

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Love Hewitt var álitin sem kyntákn áður en hún vissi sjálf hvað það þýddi. Hún rifjar upp, í hlaðvarpinu Mayim Bialik‘s Breakdown, hvernig það var að vera kyngerð sem unglingur og þegar fullorðnir karlmenn komu með óviðeigandi athugasemdir um brjóst hennar. En það gerðist mjög oft, meira að segja fyrir allra augum. Hún segist ekki álasa neinum fyrir ummælin og segir að þetta hafi verið menningin á þessum tíma.

„Það voru fullorðnir menn að tala um brjóstin mín við mig þegar ég var sextán ára gömul í spjallþáttum, fólki fannst þetta fyndið og hló. Þetta var bara menning sem var samþykkt, en þegar þú berð hana saman við menninguna í dag þá er alveg svakalegur munur,“ segir hún.

Jennifer segir einnig að það hafi verið mjög óþægilegt þegar ókunnugir fullorðnir karlmenn komu upp að henni og sögðu alls konar kynferðislega og óviðeigandi hluti við hana um forsíðumyndina af henni á tímaritinu Maxim árið 1999, hún var þá sautján ára.

„Fólk bara kom að mér og sagði: „Ég tók tímaritið með mér í ferðalag síðustu helgi,“ segir Jennifer og viðurkennir að hún hafi hlegið, án þess að vita af hverju hún var að hlæja.

„Ég skildi ekki hvað þeir áttu við, þetta var frekar ógeðslegt.“

Jennifer Love Hewitt and Freddie Prinze Jr. in "I Know What You Did Last Summer"
Jennifer Love Hewitt og Freddie Prinze Jr. í kvikmyndinni „I Know What You Did Last Summer“

Leikkonan segir að þetta hafi versnað og bara orðið „venjulegt“ að brjóst hennar væru umræðuefni eftir að hún lék í kvikmyndinni „I Know What You Did Last Summer“.

„Þegar myndin kom út sögðu allir: „Ó, ég veit hvað brjóstin þín gerðu síðasta sumar,“ og það var brandarinn. Og aftur hlógu allir, þannig ég hló, þetta átti greinilega að vera fyndið. Ég var ekki alveg að meðtaka að þetta væri fullorðinn karlmaður að tala um brjóstin mín í sjónvarpinu.“

Jennifer segir að það hafi verið ótrúlega sárt að fólk hafi talað um brjóst hennar í stað þess að tala um leik hennar í myndinni, en hún lagði sig alla fram við hlutverkið og fannst leiðinlegt að fólk einblíndi frekar á barm hennar en hæfileika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan

Kim Kardashian fjarlægði myndir af Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga

Var fljótasta kona heims en á í dag erfitt með að ganga niður stiga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér

Ný raunveruleikastjarna vekur mikla athygli – En áhorfendur velta einu fyrir sér
Fókus
Fyrir 4 dögum

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro

Söngkonan nær óþekkjanleg eftir dramatískt þyngdartap á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli