Agnes Hlíf Andrésdóttir, fræðslustjóri hjá Akademias, hefur sett Parísarhæð sína í Laugardalnum á sölu.
Íbúðin er miðhæð í þríbýlishúsi, með sérinngang, byggt árið 1955. Íbúðin er 4-5 herbergja, 109,5 fm og er mikið uppgerð í Parísarstíl, listar sem vinna saman í gegnum aðalrýmin auk litapallettu sem helst í hendur í gegnum alla íbúðina, Stofan og alrýmið var hönnuð af Hildi Árna hjá Studio homested 2021 með fallegum veggfóðrum og hlýleika.
Eignin samanstendur af forstofu, eldhúsi,stofu, miðrými, þremur svefnherbergjum, og baðherbergi, auk geymslu í sameign og sameiginlegs þvottahúss.
Hluti af borðstofu var stúkaður af með léttum vegg og hurð (ekki gólffast / hægt að fjarlægja án ummerkja) þar sem útbúið var lítið auka herbergi sem hægt er að nýta sem skrifstofu, gestaherbergi eða barnaherbergi. Svalirnar til vesturs liggja út frá auka herberginu sem áður var borðstofukrókur.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.