fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

116 milljón áhorf eru á TikTok-myndband af Yrsu sjö mánaða

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. september 2025 15:30

Mæðgurnar Yrsa Lalía og Kristjana Rut.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristjana Rut Atladóttir, þrítug, er ein fjölmargra Íslendinga sem eru á samfélagsmiðlinum TikTok.

Myndband sem hún birti á þriðjudag sprengdi gjörsamlega TikTok hjá henni, fylgjendafjöldinn hefur margfaldast, og ekki er lengur hægt að senda henni skilaboð í gegnum samfélagsmiðilinn.

Nærri 117 milljón áhorf eru á myndbandið af Yrsu Lalíu, sjö mánaða dóttur Kristjönu, þar sem hún fær gleraugu. Um 12,5 milljónir hafa látið sér líka við myndbandið, yfir 51 þúsund athugasemdir verið skrifaðar og yfir milljón einstaklinga hafa endurpóstað myndbandinu.

Kristjana Rut. Mynd: Aðsend.

„Ég var með um 1.700 fylgjendur sem voru allt Íslendingar og langaði bara að deila myndbandinu með þeim. Ég er núna komin með 50 þúsund fylgjendur og veit ekkert hverju ég á að deila með þeim,“ segir Kristjana í samtali við DV. Segir hún þessi miklu viðbrögð við myndbandinu hafa komið sér mjög mikið á óvart.

Hingað til hefur Kristjana aðallega birt myndbönd af fjölskyldulífinu og af sjálfri sér í matargerð og bakstri. Hún býr með barnsföður sínum, Daníel Jóhanni, og dætrum þeirra, Eivör Lalíu, tveggja ára, og Yrsu Lalíu, sjö mánaða.

Fjölskyldan: Daníel Jóhann og Kristjana Rut með dæturnar Yrsu Lalíu og Eivör Lalíu. Mynd: Aðsend.

Margir hafa í athugasemdum furðað sig á hvernig er hægt að mæla sjón hjá svona ungu barni.

„Með því að setja dropa í augun og mæla með sjóntæki,“ segir Kristjana.

Hér má sjá myndbandið af Yrsu Lalíu, sem heillað hefur um 116 milljónir manns á aðeins fjórum dögum.

@tiktokkrissa Hjálp 😭🫶🏼 #firstglasses ♬ original sound – Kris

Systurnar Yrsa Lalía og Eivör Lalía. Mynd: Aðsend.

Í myndbandinu hér fyrir neðan svarar Kristjana Rut nokkrum spurningum:

@tiktokkrissa Replying to @Over&Out ♬ original sound – Kris

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“