fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Fókus
Fimmtudaginn 21. ágúst 2025 19:52

Brent Hinds á tónleikum Mastodon í Chicago í september 2024. Mynd: Barry Brecheisen/Getty Images.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brent Hinds fyrrum gítarleikari og söngvari bandarísku þungarokkshljómsveitarinnar Mastodon lést í gær í mótórhjólaslysi 51 árs að aldri. Sveitin hefur getið sér gott orð í þungarokki en náði inn í meginstraum tónlistarinnar en sveitin hefur hlotið þó nokkrar tilnefningar til Grammy verðlauna en hlotið þau einu sinni. Sveitin spilaði á tónleikum á Íslandi þrisvar sinnum, tvisvar árið 2003 og einu sinni árið 2015.

Sveitin er frá Atlanta í Georgíu og var stofnuð árið 2000 og er enn að en Hindes hætti í sveitinni fyrr á þessu ári að sögn vegna óreglu og ágreinings við aðra hljómsveitarmeðlimi en hann úthúðaði þeim á samfélagsmiðlum og í samtölum við fjölmiðla.

Tónlist Mastodon er lýst með þessum hætti á íslensku útgáfu Wikipedia:

„Stíll sveitarinnar einkennist af þungum og oft á tíðum teknískum gítarleik, flóknum og jazz-skotnum trommuleik, drynjandi bassa og rifnum söng. Áhrif eru m.a. frá framsæknu rokki, þrassi, metalcore, stóner-rokki, pönki og rokki.“

Sveitin náði að slá í gegn og tónlist hennar náði oft ofarlega á vinsældarlista. Mastodon hefur verið tilnefnd 6 sinnum til Grammy-verðlaunanna en hlotið þau einu sinni, árið 2018 fyrir lagið Sultan´s Curse.

Íslandsvinir

Mastodon spilaði á tveimur tónleikum á Íslandi árið 2003, annars vegar á Grand Rokk og hins vegar Gauki á Stöng. Sveitin kom aftur til landsins árið 2015 og þá var frægð hennar og velgengni orðin töluvert meiri og þá dugði ekki minna til en Vodafone-höllin á Hlíðarenda til að halda tónleika.

Eins og áður segir hætti Brent Hindes í sveitinni fyrr á þessu ári en á Facebook-síðu sveitarinnar er fráfall hans harmað mjög:

„Hjörtu okkar eru brostin og við erum í áfalli. Við erum enn að reyna að meðtaka fráfall þessa mikla sköpunarafls sem við deildum með svo mörgum sigrum og áföngum og sömdum tónlist sem hefur snert hjörtu svo margra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Í gær

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“

Vikan á Instagram – „Fkn frábær fjögurra daga fáklædd ferð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli

Var eftirsótt fyrirsæta og gift Baywatch-stjörnu en býr í dag á götunni – Nýjar myndir vekja athygli