fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Jesse Eisenberg orðinn pólskur ríkisborgari

Fókus
Föstudaginn 7. mars 2025 08:57

Jesse Eisenberg. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn geðþekki Jesse Eisenberg er orðinn pólskur ríkisborgari en hann fékk þennan heiður frá Andrzej Duda, forseta Póllands, á sérstakri athöfn sem haldin var í New York í vikunni.

Eisenberg, sem er 41 árs, er mörgum að góðu kunnur en hann hefur í tvígang verið tilnefndur til Óskarsverðlauna; fyrst árið 2011 fyrir leik sinn í myndinni The Social Network og svo aftur í ár fyrir handritið að myndinni A Real Pain.

Segja má að síðarnefnda myndin hafi orðið til þess að Eisenberg fékk þennan heiður en myndin segir frá tveimur bandarískum frændum sem leggja í ferðalag til Póllands til að heiðra ömmu sína sem lifði af helförina.

Myndin er að hluta til byggð á fjölskyldusögu Eisenberg en frænka hans flúði einmitt frá Póllandi til Bandaríkjanna á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Eisenberg fór til Póllands við tökur á myndinni og segir að þar hafi hann fundið fyrir einhverri þrá til að tengjast aftur landinu. Sagði Eisenberg að það væri honum mikill heiður að fá pólskan ríkisborgararétt. Eiginkona leikarans, Anna Strout, á einnig ættir að rekja til Póllands.

A Real Pain vann ein Óskarsverðlaun á hátíðinni í ár, en Kieran Culkin var valinn besti leikarinn í aukahlutverki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“