fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Ofurfyrirsætan hefur glímt við krabbamein í sjö ár – Fór mjög umdeilda leið í átt að bata

Fókus
Þriðjudaginn 3. september 2024 08:24

Elle Macpherson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska ofurfyrirsætan Elle Macpherson hefur glímt við krabbamein síðastliðin sjö ár. Fyrirsætan, sem er orðin sextug, opnar sig um þetta í nýrri ævisögu sinni sem ber heitið LifeLessons and Learning to Trust Yourself.

Elle hefur ekki tjáð sig áður opinberlega um þessa baráttu sína en í bókinni, sem Daily Mail vísar meðal annars til, kemur fram að hún hafi hafnað því að gangast undir lyfjameðferð og skurðaðgerð þrátt fyrir að alls 32 læknar hafi mælt með því fyrir hana.

Um var að ræða brjóstakrabbamein og kveðst fyrirsætan vera á góðum stað í dag og sjúkdómurinn  verið í rénun undanfarin ár.

Í viðtali við Women’s Weekly segir Elle að það hafi verið áfall að greinast með krabbamein. „Ég var ringluð og þetta var ógnvekjandi á svo marga vegu en gaf mér um leið tækifæri til að leita inn á við til að finna lausn sem virkaði fyrir mig.“

Læknar mæltu með því að hún myndi gangast undir lyfjameðferð og skurðaðgerð þar sem brjóstið yrði fjarlægt. Þessu ákvað hún að hafna og reyna þess í stað óhefðbundnari og heildrænni leiðir sem eru þó býsna umdeildar.

Í viðtalinu segist hún hafa leigt sér hús í Phoenix í Bandaríkjunum í átta mánuði þar sem hún varði öllum sínum stundum í að hugleiða og hugsa um heilsuna. Naut hún dyggrar ráðgjafar frá einkalækni sínum, öðrum sérfræðingi í náttúrulækningum, osteópata og kírópraktors. Sem fyrr segir nefnir Elle að meinið hafi verið í rénun undanfarin ár.

Tekið er fram í umfjöllun Daily Mail að engin vísindaleg gögn styðji það að leiðin sem Elle ákvað að fara virki í raun og veru. Cancer Research UK hafi til dæmis bent á það að sumar „heildrænar leiðir“ geti verið skaðlegar heilsu fólks.

Hér má lesa umfjöllun Daily Mail um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár