fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Elva glímdi við átröskun – „Þetta er sjúkdómur einmanaleikans“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 26. september 2024 14:30

Elva Júlíusdóttir Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það voru besta vinkona mín og mamma og pabbi sem voru búin að átta sig hvað var í gangi. Mér skilst að barnsfaðir minn hafi ekki haft hugmynd um þetta þó við höfum búið saman í átta ár meðan ég var með þennan sjúkdóm,“

segir Elva Júlíusdóttir, 44 ára tveggja barna móðir í viðtali við Kiddu Svarfdal í þætti hennar Fullorðins á Brotkast. Elva glímdi við námsörðugleika, átröskun og alkóhólisma og segir frá því hvernig hún vann sig í gegnum hindranirnar.

Árið 2009 kom faðir hennar til hennar í byrjun árs, bauð henni á rúntinn og í spjall, þar segist hann hafa rætt við geðdeild og þar bíði Elvu viðtalstími. „Og ég tryllist, það er ekkert að mér.“

Faðirinn sagði að hann vissi að Elvu liði illa og féllst hún á að fara í viðtalið. „Í þeim tíma var ég alls ekki til í að viðurkenna þetta, en viðurkenndi vanlíðan og hvað mér hafði liðið illa.“

Elva skildi 2008 við barnsföður sinn. „Svo kom hrunið og þetta var allt í bland að ég varð enn veikari af áströskunni af því ég leita þangað þegar mér líður illa. Ég tók tímabil þar sem ég var lokuð af og borða, þetta var eins og að vera á túrafyllerí.“

Gat viðurkennt átröskunina fyrir vinkonu

Elva segist alls ekki hafa ætlað að eyða deginum í þetta viðtal, hún hafi ætlað að hitta vinkonu sína, verja deginum með henni, fara út að borða og fara á djammið. Faðir hennar var hins vegar búinn að tala við vinkonuna og skutlaði Elvu þangað að loknu viðtalinu.

Þegar ég labba upp stigann og hún opnar hurðina þá í fyrsta skipti sagði ég: „Ég er með átröskun og hún bara opnar faðminn „Til hamingju með að hafa sagt það.“ Ég gat viðurkennt það fyrir henni, ekki sálfræðingnum eða pabba.“

Elva fór að fara oftar á djammið. „Það var ekki nauðsyn meðan ég var með átröskunina, átröskunin var bara besta vinkona mín.“

Gekk úr vinnunni inn á geðdeild

2013 vann Elva á hárgreiðslustofu á Skólavörðustíg og einn daginn voru engir viðskiptavinir bókaðir hjá henni eftir hádegi. „Ég bara labbaði upp Skólavörðustíginn og upp á geðdeild. Mig vantar hjálp, ég get þetta ekki lengur. Þetta er sjúkdómur einmanaleikans, að vera alltaf í þessum feluleik. Ég gat ekki farið í bústað, annað hvort var ég að fara að svelta mig af því það heyrðist svo mikið þegar ég var að kasta upp inni á klósetti. Þetta bitnaði rosalega á fjölskyldunni, bara eins og að vera virkur alkóhólisti. Það voru mörg svona dæmi, í útilegu og það var bara kamar, þá var ég bara að svelta mig.

Það var birtingarmyndin mjög oft þegar foreldrar mínir reyndu að tala við mig að ég rauk út, þessi þöggun, fór bara í fýlu, fullorðin kona með tvo börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Í gær

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“