fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Frægasti köttur Akureyrar á húsnæðishrakhólum – Reykjavík vill ekki flytja til Reykjavíkur

Fókus
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasti köttur Akureyrar, Reykjavík, er á húsnæðishrakhólum frá þessu er greint á Akureyri.net. Kötturinn vann sér það til frægðar að skipta efsta sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar en til þess að uppfylla reglur kjörstjórnar var það listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem skipaði sætið fyrir hönd kattarins. Markmið framboðsins var að stemma stigu við áætlunum um bann við lausagöngu katta á Akureyri eins og frægt varð.

Ástæðan fyrir vandræðum Reykjavíkur er sú að eigandi hans, Guðrún Þórsdóttir, er að flytjast búferlum til höfuðborgarinnar.

„Ég er að flytja í höfuðborgina og ég held bara að hún Reykjavík myndi ekki kunna við sig í borginni, hún er svo mikill Akureyringur og því langar mig til þess að athuga hvort það sé kannski fólk hér í bænum sem er til í að taka við henni. En ef í harðbakkann slær þá kemur hún suður í Vesturbæinn með mér,“ segir Guðrún í samtali við norðlenska miðilinn.

Reykjavík er sögð sérstaklega kelin og félagslynd en að sögn eigandans hefur borið á því að hún hafi ofmetnast í kjölfar kosninganna. „Hún var náttúrulega bæjarstjóraefni,“ segir Guðrún.

Hér má lesa ítarlega frétt Akureyri.net um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina