fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Frægasti köttur Akureyrar á húsnæðishrakhólum – Reykjavík vill ekki flytja til Reykjavíkur

Fókus
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frægasti köttur Akureyrar, Reykjavík, er á húsnæðishrakhólum frá þessu er greint á Akureyri.net. Kötturinn vann sér það til frægðar að skipta efsta sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar en til þess að uppfylla reglur kjörstjórnar var það listamaðurinn Snorri Ásmundsson sem skipaði sætið fyrir hönd kattarins. Markmið framboðsins var að stemma stigu við áætlunum um bann við lausagöngu katta á Akureyri eins og frægt varð.

Ástæðan fyrir vandræðum Reykjavíkur er sú að eigandi hans, Guðrún Þórsdóttir, er að flytjast búferlum til höfuðborgarinnar.

„Ég er að flytja í höfuðborgina og ég held bara að hún Reykjavík myndi ekki kunna við sig í borginni, hún er svo mikill Akureyringur og því langar mig til þess að athuga hvort það sé kannski fólk hér í bænum sem er til í að taka við henni. En ef í harðbakkann slær þá kemur hún suður í Vesturbæinn með mér,“ segir Guðrún í samtali við norðlenska miðilinn.

Reykjavík er sögð sérstaklega kelin og félagslynd en að sögn eigandans hefur borið á því að hún hafi ofmetnast í kjölfar kosninganna. „Hún var náttúrulega bæjarstjóraefni,“ segir Guðrún.

Hér má lesa ítarlega frétt Akureyri.net um málið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur