fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Segir Matthew Perry „heimsækja“ sig eftir dauðann 

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Courteney Cox var gráti nær þegar hún minntist á mótleikara sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, Matthew Perry, í viðtali vegna 20 ára afmælis lokaþáttarins.

„Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vinna svo náið með honum í svo mörg ár. Hann heimsækir mig mikið, ef við trúum á slíkt,“ sagði Cox í viðtali við CBS Sunday Morning sem birt var í gær.

Cox sem lék sem Monicu Gellar í tíu ár útskýrði það frekar þegar hún var spurð um andlega hæfileika hennar.

„Ég tala við mömmu, pabba minn, Matthew. Mér finnst eins og það sé fullt af fólki sem, held ég, leiðbeinir okkur,“ útskýrði hún. „Ég skynja – ég skynja að Matthew er örugglega nálægt.“

Matthew Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles 28. Október síðastliðinn. Krufning leiddi í ljós að Perry lést úr neyslu ketamíns og vegna drukknunar. Dauði hans var úrskurðaður sem slys. „Einnig spilaði inn í dauða herra Perry drukknun, kransæðasjúkdómur og áhrif lyfsins búprenofín. Dauðinn varð vegna slyss,“ sagði í tilkynningu réttarmeinafræðings. Búprenófín er notað gegn ópíóðafíkn.

Nokkrum dögum seinna sendu mótleikarar hans í Friends, Cox, Jennifer Aniston, David Schwimmer, Matt LeBlanc og Lisa Kudrow, frá sér yfirlýsingu þar sem þeir lýstu sorg sinni yfir fréttunum.

„Við erum öll svo gjörsamlega niðurbrotin yfir missi Matthew. Við vorum meira en bara mótleikarar. Við erum fjölskylda. Með tímanum munum við segja meira, eftir því sem við getum. Í bili eru hugsanir okkar og ást hjá fjölskyldu Matty, vinum hans og öllum sem elskuðu hann um allan heim.“

Cox heiðraði Perry á Instagram í nóvember þegar hún birti bút úr einni af mörgum senum þeirra saman í Friends.

„Ég er svo þakklát fyrir hverja stund sem ég átti með þér Matty og ég sakna þín á hverjum degi. Þegar þú vinnur með einhverjum eins náið og ég gerði með Matthew, þá eru þúsundir augnablika sem ég vildi að ég gæti deilt. Í þessu atriði, áður en myndavélarnar byrjuðu að rúlla hvíslaði hann skemmtilegri línu fyrir mig að segja. Hann gerði oft svona hluti. Hann var fyndinn og góður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát