fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Stefanía segir spítalann í Svíþjóð ekkert hafa verið betri en spítalinn á Íslandi

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 14:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefanía Theodórsdóttir sérfræðingur hjá Arion banka ritar grein sem birt er á Vísi. Í greininni hrósar hún íslensku og sænsku heilbrigðisstarfsfólki fyrir þá þjónustu sem ung dóttir hennar hefur fengið. Segir Stefanía að dóttirin hafi verið send til Svíþjóðar og hún fengið í kjölfarið nokkuð oft þá spurningu hvort spítalinn í Svíþjóð, sem dóttir hennar var send á, væri ekki betri en það sem er í boði á Íslandi. Stefanía segir svo ekki vera.

Stefanía segir að dóttir hennar hafi í janúar síðastliðnum farið í opna hjartaaðgerð í Svíþjóð. Þegar hún var fimm daga gömul hafi hún greinst með hjartagalla og við hafi tekið stöðugt og flott eftirlit hjá barnahjartalækni.

Þegar dóttirin var eins og hálfs árs gömul haustið 2023 fundaði læknirinn hennar hér á landi með sænskum kollegum sínum og í kjölfarið var ákveðið að stúlkan færi í aðgerðina sem Stefanía segir að hafi heppnast vel. Eftir að fjölskyldan sneri aftur heim frá Svíþjóð segir Stefanía að áberandi hafi verið að fólk hafi viljað fá nánari upplýsingar um aðbúnaðinn í Svíþjóð:

„Eftir að við komum heim frá Svíþjóð hefur verið nokkuð áberandi að fólk hefur áhuga á að vita hvernig spítalinn í Svíþjóð er, hvort hann sé betri og flottari en spítalinn á Íslandi.“

Stefanía segir sína upplifun vera þá að sú sé ekki raunin:

„Sannleikurinn er sá að spítalinn í Svíþjóð er jafngamall spítalanum hér heima, þeir nota sömu tæki og glíma við svipuð vandamál, til dæmis skort á starfsfólki. Þar, eins og hér á landi, vinnur þó gríðarlega frábært fólk sem er oftast undir miklu álagi en er stöðugt að gera sitt besta og leita leiða til að gera enn betur.“

Hún hrósar að lokum heilbrigðisstarfsfólki og færir því bestu þakkir og segist vilja með greininni tala um það sem vel er gert sem að hennar mati er mikilvægara að gera meira af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 3 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna