fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Stjórnendur útvarpsþáttar léku á ótrúan eiginmann

Fókus
Fimmtudaginn 14. mars 2024 15:30

Skjáskot Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiginkona nokkur sem grunaði að eiginmaður hennar væri að halda framhjá henni hringdi inn í útvarpsþátt og viðraði áhyggjur sínar við stjórnendur þáttarins. Þeir ákváðu í kjölfarið að hringja í eiginmanninn í beinni útsendingu og göbbuðu hann til að játa framhjáhaldið.

Um er að ræða útvarpsþáttinn Mojo in the Morning á útvarpsstöðinni Channel 955 í Detroit í Bandaríkjunum en það er Mirror sem greinir frá málinu.

Eftir að eiginkonan talaði við stjórnendurna var hringt í eiginmanninn í beinni útsendingu. Stjórnendurnir þóttust bjóða honum ókeypis blóm til að senda einhverjum sérstökum aðila í lífi hans. Eiginmaðurinn tók boðinu vel og bað um að blómin yrðu send til hjákonu hans en eiginkonan hlustaði á samtalið.

Hlustendur gátu heyrt allt samtalið en hluti af því var birtur á TikTok síðu stöðvarinnar.

Þar má heyra konuna segja að hún hafi þurft að sækja dóttur þeirra hjóna á bíl eiginmannsins. Hún hafi verið stöðvuð á leiðinni fyrir of hraðan akstur og við leit að skráningarvottorði bifreiðarinnar hafi hún fundið leikskrá leikrits sem hana hafi langað til að sjá. Sagðist hún þá hafa orðið nánast sannfærð um að eiginmaðurinn hefði farið á leikritið með annarri konu.

Ekki bara vinkona

Til að sannreyna hvort maðurinn væri að halda framhjá var þá hringt í hann. Þegar hann sagðist vilja senda blómin annarri konu en eiginkonunni var hann spurður hvernig hann tengdist konunnni. „Hún er vinkona mín,“ svaraði maðurinn.

Stjórnendur þáttarins buðu þá manninum að tekin yrðu upp talskilaboð hans til konunnar sem hann vildi senda blómin. Í skilaboðunum sagðist maðurinn elska konuna.

Við þessi orð hans var honum tjáð að hann væri að tala við stjórnendur útvarpsþáttar en ekki blómasala, hann væri í beinni útsendingu og að eiginkona hans hefði verið að hlusta á samtalið. Stjórnendur þrýstu á manninn að veita meiri upplýsingar um samband hans við konuna og spurðu hvort hún væri virkilega bara vinkona hans:

„Já og nei“, sagði maðurinn.

Eiginkonan hóf þá upp raust sína og sagði við eiginmanninn að nú yrði hann að vera hreinskilinn. Hún hefði spurt hann áður hvort hann væri með í hjónabandinu eða ekki og hann hefði aldrei neitt annað fram að færa en afsakanir.

Þá loks viðurkenndi maðurinn að hann stæði sannarlega í framhjáhaldi. Hann afsakaði gjörðir sínar með því að undanfarnir mánuðir hefðu verið erfiðir og sagðist líða illa yfir gjörðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“

Lét sig hverfa ein og berfætt á Ítalíu – „Þegar ég skoða myndir af mér á þessum tíma þá sést alveg greinilega að ég er mjög veik“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?

Diddy do it? – Rappari, athafnamaður eða Epstein rappsenunnar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður