fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. desember kl. 20:30 verður einstök hátíðarstund í hinni sögufrægu Fríkirkju við Tjörnina í Reykjavík þegar Þór Breiðfjörð heldur sína árlegu jólatónleika. Með honum á sviðinu verður glæsilegt tríó, skipað Kjartani Valdemarssyni á píanó, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Jóni Rafnssyni á kontrabassa.

Í ár verður einnig fagnað endurútgáfu á ástsælli jólaplötu Þórs, Jól í stofunni. Platan kemur í nýrri og endurhannaðri útgáfu, bæði sem geisladiskur og sem árituð og númeruð vínylútgáfa í takmörkuðu upplagi, þar sem aðeins 200 eintök verða í boði. Hún fangar anda jólanna með hlýjum lögum og dásamlegri hátíðarstemningu. Tónleikarnir eru ómissandi fyrir alla sem elska tónlist, jólalög og hlýlega stemmingu í fallegu umhverfi í aðdraganda jólanna.

Frumflytur nýtt jólalag

Á tónleikunum mun Þór frumflytja glænýtt jólalag sem hann samdi í samstarfi við hinn ástsæla píanóleikara Kjartan Valdemarsson. Lagið ber heitið Kyrrlátt kvöld í desember og var kveikjan að því gönguferð Þórs um Vesturbæ Kópavogs, þar sem hann bjó á þeim tíma.

„Ég skoraði á Kjartan að semja lag við texta sem ég hafði skrifað og viku síðar var lagið tilbúið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig þessi hugmynd, sem spratt upp úr kyrrlátri göngu, lifnaði við í fimum fingrum Kjartans,“ segir Þór. Lagið fangar rólega og hlýja jólastemningu og passar að sögn Þórs mjög vel inn í dagskrá tónleikana með öðrum sígildum jólalögum, íslenskum perlum og notalegum frásögnum.

Syngur með syni sínum

Ásamt hljómsveitinni mun Kristinn sonur Þórs koma fram sem sérstakur gestur kvöldsins. Þeir feðgar vöktu mikla lukku á síðasta ári með eftirminnilegu samspili þar sem söngur og glettni fléttuðust saman á einstakan hátt, og margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir endurkomu þeirra saman á svið. „Það er ómetanlegt að fá að deila sviðinu með syni mínum. Við eigum ótrúlega skemmtilegar stundir saman. Hann er ekki bara upprennandi söngvari, heldur líka mikill húmoristi. Við erum miklir grallarar saman,“ segir Þór.

Miðasala fer fram á Tix.is og Þór hvetur tónleikagesti til að tryggja sér miða sem fyrst, þar sem sætaframboð er takmarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því