fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fókus

Tvöföld útgáfuveisla í Fríkirkjunni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 4. desember 2024 10:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 13. desember kl. 20:30 verður einstök hátíðarstund í hinni sögufrægu Fríkirkju við Tjörnina í Reykjavík þegar Þór Breiðfjörð heldur sína árlegu jólatónleika. Með honum á sviðinu verður glæsilegt tríó, skipað Kjartani Valdemarssyni á píanó, Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar og Jóni Rafnssyni á kontrabassa.

Í ár verður einnig fagnað endurútgáfu á ástsælli jólaplötu Þórs, Jól í stofunni. Platan kemur í nýrri og endurhannaðri útgáfu, bæði sem geisladiskur og sem árituð og númeruð vínylútgáfa í takmörkuðu upplagi, þar sem aðeins 200 eintök verða í boði. Hún fangar anda jólanna með hlýjum lögum og dásamlegri hátíðarstemningu. Tónleikarnir eru ómissandi fyrir alla sem elska tónlist, jólalög og hlýlega stemmingu í fallegu umhverfi í aðdraganda jólanna.

Frumflytur nýtt jólalag

Á tónleikunum mun Þór frumflytja glænýtt jólalag sem hann samdi í samstarfi við hinn ástsæla píanóleikara Kjartan Valdemarsson. Lagið ber heitið Kyrrlátt kvöld í desember og var kveikjan að því gönguferð Þórs um Vesturbæ Kópavogs, þar sem hann bjó á þeim tíma.

„Ég skoraði á Kjartan að semja lag við texta sem ég hafði skrifað og viku síðar var lagið tilbúið. Það var ótrúlegt að sjá hvernig þessi hugmynd, sem spratt upp úr kyrrlátri göngu, lifnaði við í fimum fingrum Kjartans,“ segir Þór. Lagið fangar rólega og hlýja jólastemningu og passar að sögn Þórs mjög vel inn í dagskrá tónleikana með öðrum sígildum jólalögum, íslenskum perlum og notalegum frásögnum.

Syngur með syni sínum

Ásamt hljómsveitinni mun Kristinn sonur Þórs koma fram sem sérstakur gestur kvöldsins. Þeir feðgar vöktu mikla lukku á síðasta ári með eftirminnilegu samspili þar sem söngur og glettni fléttuðust saman á einstakan hátt, og margir hafa beðið með eftirvæntingu eftir endurkomu þeirra saman á svið. „Það er ómetanlegt að fá að deila sviðinu með syni mínum. Við eigum ótrúlega skemmtilegar stundir saman. Hann er ekki bara upprennandi söngvari, heldur líka mikill húmoristi. Við erum miklir grallarar saman,“ segir Þór.

Miðasala fer fram á Tix.is og Þór hvetur tónleikagesti til að tryggja sér miða sem fyrst, þar sem sætaframboð er takmarkað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu

Hrædd um að kærasta yfirmannsins komi upp um leyndarmálið í brúðkaupinu
Fókus
Í gær

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“