fbpx
Föstudagur 09.janúar 2026
Fókus

„Var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 29. október 2024 09:30

Hulda Fríða Berndsen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hulda Fríða Berndsen er 73 ára eig­in­kona, móðir, amma og langamma. Hún er líka upp­komið barn alkó­hólista og þekkir sjúk­dóm­inn frá mörg­um hliðum. Hún hélt að all­ir alkó­hólist­ar væru eins og pabbi henn­ar en komst að raun um að svo er ekki. Hulda Fríða er gest­ur Tinnu Bark­ar­dótt­ur í hlaðvarp­inu Sterk sam­an.

Mika­el Torfa­son rit­höf­und­ur og blaðamaður er son­ur Huldu Fríðu. Hann skrifaði um líf fjöl­skyld­unn­ar í bók­un­um Bréf til mömmu, Synda­fall­inu og Týnd í para­dís. Þar kem­ur fram að Hulda Fríða hafi al­ist upp við erfiðar aðstæður hjá for­eldr­um sín­um og systkin­um.
„Ég var fyrst yngst af fjór­um og síðan elst af þrem­ur,“ seg­ir Hulda Fríða.

Faðir henn­ar var mjög veik­ur af alkó­hól­isma og yf­ir­tók það heim­il­is­lífið, æsk­una og hef­ur litað allt henn­ar líf. „Pabbi drakk inni í stofu og oft feng­um við ekki að fara þangað inn í tvær vik­ur í senn. Hann var samt aldrei vond­ur eða of­beld­is­full­ur,“ seg­ir Hulda Fríða.

Felu­leik­ur drykkj­unn­ar

Að henn­ar sögn var aldrei talað um hvað væri að föður henn­ar, hann var bara veik­ur en felu­leik­ur­inn alla tíð mik­ill.

„Ég var ung far­in að biðja fyr­ir hon­um og var eina barnið sem fór með á trú­ar­viðburði í söfnuði þar sem Guð átti að taka frá hon­um þessi veik­indi, ég ætlaði sko ekki að missa af því, þegar pabbi myndi lækn­ast.“

Missti föður sinn 15 ára

Hulda Fríða var 15 ára þegar hún missti pabba sinn. Hún kynnt­ist fyrri eig­in­manni sín­um og barns­föður, Torfa Geir­munds­syni, þegar hún var korn­ung. Hulda Fríða seg­ir að hann hafi verið allt öðru­vísi alkóhólisti en faðir henn­ar og ját­ar að hún hafi verið lengi að kveikja á því.

„Ég hélt að all­ir alkó­hólist­ar væru eins og pabbi en það kom í ljós að svo var ekki. Hann gerðist líka Vott­ur Jéhóva og ég ákvað að fara með í það tveim­ur árum síðar,“ seg­ir hún.

Fixaði sig á trú­ar­brögðum

„Ég hef reynt að fixa mig á trú­ar­brögðum,“ seg­ir hún en seinna átti hún eft­ir að skilja við Torfa og seg­ir að það hafi þótt mik­il synd hjá Vott­un­um.

„Dótt­ir mín kom líka úr úr skápn­um sem sam­kyn­hneigð og þá var okk­ur end­an­lega út­skúfað,“ seg­ir Hulda hlæj­andi og bæt­ir við að hún hafi lært margt um sjálfa sig og aðra á sín­um tíma.

Í dag hef­ur Hulda unnið gríðarlega sjálfs­vinnu og seg­ir þá vinnu hafa bjargað sér. Hún er ham­ingju­sam­lega gift Villa, eða Villa meiri­hátt­ar, eins og hún kall­ar hann oft­ast á fé­lags­miðlum.

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna

Leikkonan veldur fjaðrafoki með grein um mömmuhóp þekktra kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“

Þórir kvartaði að karlmenn séu sagðir hættulegir og graðir – Saga skýtur fast til baka: „Það þarf ekki nema að googla nafnið þitt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján

Svífandi fuglar: Hildigunnur syngur lög og texta eftir Þorvald og Kristján
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp

Ragnhildur fer yfir kosti og galla Ozempic – Segir að lyfin séu ekki fyrir þennan hóp
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá

Sambandið sterkara eftir að hafa bæði haldið framhjá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“

Tengdaforeldrarnir eyðilögðu jólin með þessari gjöf – „Er ég að bregðast of hart við?“