fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Hannes Hólmsteinn í hópi með skapara Hringadróttinssögu, ráðherra Biden, og versta óvini járnfrúarinnar

Fókus
Miðvikudaginn 23. október 2024 22:30

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pembroke-College er einn af þeim háskólum sem heyrir undir Oxford-háskóla sem er einn af fremstu háskólum heims. Í tilefni af 400 afmæli skólans birtir Pembroke-College á vefsíðu sinni myndir og stuttar frásagnir af 400 einstaklingum sem þykja markverðir og hafa komið við sögu skólans til að mynda sem nemendur eða með því að starfa þar við rannsóknir. Í þessum hópi eru nokkrir heimsþekktir og sögufrægir einstaklingar. Meðal hinna 400 er a.m.k. einn Íslendingur, Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Á vefsíðu skólans segir meðal annars að skólinn hafi átt þátt í lífi fjölda merkilegra einstaklinga sem bæði hafi mótað skólann og heiminn allann. Með þessum 400 manna lista sé vakin athygli á merkilegum æviferlum fólks sem hafi og sé enn að leggja eitthvað til samfélagsins.

Einn þekktasti einstaklingurinn í þessum 400 manna hóp er rithöfundurinn J.R.R. Tolkien sem einna þekktastur er fyrir þríleikinn Hringadróttinssögu (e. Lord of the Rings).

Einnig koma við sögu til að mynda Pete Buttigieg samgönguráðherra í ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta og Michael Heseltine fyrrum þingmaður og ráðherra í Bretlandi. Heseltine er einna þekktastur fyrir að hafa komið af stað þeirri atburðarás sem varð til þess að Margaret Thatcher, sem iðulega var kölluð járnfrúin, hraktist úr embætti forsætisráðherra og úr sæti sínu sem leiðtogi Íhaldsflokksins. Hannes Hólmsteinn hefur aldrei farið leynt með aðdáun sína á járnfrúnni.

Traustur

Í samantektinni um Hannes Hólmsteinn, sem lauk doktorsnámi frá skólanum árið 1985, segir meðal annars að hann sé traustur talsmaður viðskiptafrelsis og frjálslyndisstefnu (e. liberalism) auk þess sem að starfsferill hans er rekinn mjög stuttlega.

Hannes Hólmsteinn vekur sjálfur athygli með færslu á Facebook-síðu sinni á þessum sess sem hann hefur hlotið hjá sínum gamla skóla.

„Pembroke-garður í Oxford, þar sem ég stundaði nám 1981–1985, heldur upp á 400 ára afmæli sitt um þessar mundir, en hann var stofnaður árið 1624. Af því tilefni hefur garðurinn valið 400 einstaklinga frá þessum 400 árum, sem ástæða væri til að staðnæmast við, og gerðu þeir mér orð um, að ég væri einn þeirra, mér til nokkurrar undrunar. Í þessum fríða hóp eru meðal annarra orðabókarhöfundurinn dr. Samuel Johnson, heimspekingurinn R. G. Collingwood, skáldsagnahöfundurinn J. R. R. Tolkien, Michael Heseltine, sem hafa ætti sem fæst orð um, pólski utanríkisráðherrann Radoslaw Sikorski og samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna Pete Buttigieg. Ég á aðeins góðar minningar frá Oxford.“

Í athugasemdum við færslu Hannesar Hólmsteins eru honum færðar hamingjuóskir meðal annars frá Einar Kárasyni rithöfundi og Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa. Mesta lofið kemur frá Birni Bjarnasyni fyrrum ráðherra og þingmanni Sjálfstæðisflokksins:

„Verðskulduð viðurkenning á miklu fræðastarfi. Frægðin kemur að utan!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný