fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Það er ekkert drama, ekkert vesen bara þægileg í heilbrigðu ástarsambandi“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 11:00

Katrín Myrra var að gefa út lagið Snerti Þig.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan, laga- og textahöfundurinn Katrín Myrra Þrastardóttir var að gefa út nýtt lag, Snerti Þig, ásamt tónlistarmanninum Dagbjarti, sem gengur undir listanafninu DayBright.

„Snerti Þig er poppað ástarlag sem varð til í fyrsta studio sessioninu sem við Dagbjartur tókum,“ segir Katrín Myrra.

„Lagið fjallar um ástarsamband þar sem báðir einstaklingar bera mjög sterkar tilfinningar til hvors annars. Ég vissi að mig langaði að gera dans popp lag en ég var ekki alveg viss um hvað mig langaði að lagið ætti að fjalla um, sem er svolítið ólíkt mér af því yfirleitt flæða bara textarnir og hugmyndirnar. En ég fór að velta því aðeins fyrir mér og hugsaði að það gæti verið af því að mér líður bara frekar vel í lífinu. Það er ekkert drama, ekkert vesen bara þægileg í heilbrigðu ástarsambandi og þaðan kom fyrsta hugmyndin af textanum.“

Umslagið fyrir smáskífuna Snerti Þig.

Dagbjartur sá um að pródúsera lagið. „Svo hjálpuðumst við að með laglínur og textaskrif. Við erum mjög gott teymi og vinnum mjög vel saman þannig þetta er bara fyrsta lagið sem við gefum út en alls ekki það síðasta,“ segir Katrín  Myrra.

„Aron Már Stefánsson (Midnight Mar) hjálpaði mér með myndina fyrir umslagið (e. cover art). Ég er ekkert smá ánægð með og Theódóra Gyrðisdóttir besta vinkona mín og fatahönnuður sá um að klæða mig upp og er ég í handsaumuðum kjól eftir hana á myndinni. Mér fannst þetta eiginlega það flott umslag að ég varð að búa til nokkra boli eða smá varning þannig það verður hægt að styrkja mitt tónlistarferðalag og kaupa bol með því að senda mér skilaboð á Instagram eða Facebook.“

Katrín Myrra var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í apríl.

Sjá einnig: „Í dag er þetta eitthvað sem gerir mig sterkari“

Fylgstu með Katrínu Myrru á InstagramTikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“