Margir telja að Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra og formaður VG, hafi verið límið sem hélt ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks saman í sjö ár. Ungir framsóknarmenn eru á öðru máli, þeir telja að Framsóknarflokkurinn hafi verið límið sem hélt ríkisstjórninni saman.
Ungir framsóknarmenn stóðu fyrir dálitlum gjörningi á sambandsþingi sínu um helgina til að árétta þetta. Þingið var haldið á Laugarvatni. Jóhann F K Arinbjarnarson, nýkjörinn meðlimur í varastjórn SUF og stjórnarmeðlimum í FUFAN (Félag ungs Framsóknarfólks í Akureyri og nágrenni) greinir svo frá þessu í spjalli við DV:
„Ég var á Sambandsþingi Ungra Framsóknarmanna um helgina. Á laugardaginn ávarpaði ég Sigurði Inga og sagði að ,,það er alveg greinilegt að Framsóknarflokkurinn er límið sem að heldur þessari ríkisstjórn saman. En núna þar sem að dragsúgur er á stjórnarheimilinu þá reynir meira á límið en nokkru sinni fyrr.“ Og síðan afhenti ég Sigurði staut af lími fyrir hönd S.U.F. til þess að hann megi betur halda stjórninni saman. En því miður gleymdi Sigurður líminu og það varð eftir í ræðupúltinu. Ríkisstjórnin sprakk 28 klukkustundum síðar.“
Hjátrúarfullir gætu ályktað að hér sé komin ástæða fyrir stórnarslitunum.