fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Dóttir R. Kelly opnar sig um það þegar faðir hennar braut gegn henni

Fókus
Mánudaginn 14. október 2024 15:33

Buku Abi er tónlistarkona. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Buku Abi, 26 ára gömul dóttir tónlistarmannsins R. Kelly, segir að hún hafi verið misnotuð af föður sínum þegar hún var átta eða níu ára gömul.

R. Kelly var árið 2022 dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að misnota fjölda ungra kvenna til áratuga.

Þegar heimildarþáttaröð um brot R. Kelly kom út árið 2019 steig Abi, sem var skírð Joann Kelly, fram og sagðist vera eyðilögð fyrir hönd þeirra sem faðir hennar braut gegn gegn. Nefndi hún einnig að hún væri vel meðvituð um hvaða mann hann hefði að geyma enda hefði hún alist upp hjá honum. Hún fór þó ekki nánar út í það hvað hún átti við.

Nú hefur Abi stigið fram og opnað sig um kynferðislega misnotkun af hendi föður síns þegar hún var 8 eða 9 ára. Það gerir Abi í heimildarmyndinni R. Kelly‘s Karma: A Daughter‘s Journey.

Í myndinni segir Abi að brotið hefði átt sér stað þegar faðir hennar hélt gleðskap á heimili fjölskyldunnar. Sagðist hún hafa sofnað á skrifstofu hans en vaknað við það þegar hann var að þukla á henni. „Ég vissi ekki hvað ég átti að gera þannig að ég þóttist bara vera sofandi,“ segir hún.

Abi segir að árið 2009 hafi hún sagt móður sinni og fyrrverandi eiginkonu föður síns, Andreu Kelly, frá brotinu og þær hafi farið saman til lögreglu. Þar fékk Abi þau skilaboð að lögregla gæti lítið gert í málinu þar sem hún hefði beðið of lengi með að tilkynna brotið.

Lögmenn R. Kelly segja að hann neiti því staðfastlega að umrætt atvik hafi átt sér stað. Gagnrýnir lögmaður hans, Jennifer Bonjean, það að framleiðendur umræddrar heimildarmyndar hafi ekki leitað til R. Kelly áður en myndin var frumsýnd til að bera ásakanirnar undir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram