fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Bjarki fór í magaermi á fjórða degi vöku – „Ég var frekar til í að deyja en að vera feitur“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 13. október 2024 09:00

Bjarki Viðarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsstjórnandinn Bjarki Viðarsson, sem margir þekkja sem annan umsjónarmann þáttarins Götustrákar, er gestur vikunnar í Fókus. Hann fór í magaermi fyrir nokkrum árum og hélt að það að vera ekki lengur í yfirþyngd myndi leysa öll hans vandamál. Það reyndist ekki rétt en hann segist samt mjög ánægður að hafa farið í aðgerðina og síðar í svuntuaðgerð og fitusog.

Hann ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Bjarki segir að hann hafi verið í ofþyngd frá barnsaldri. Honum var mikið strítt vegna þess og varð hann mjög reiður unglingur sem lagði hendur á þá sem kölluðu hann feitan.

„Þyngstur var ég 135 kíló, ég er náttúrulega bara 170 á hæð, þannig ég var alveg vel feitur. Og ég trúi því, eftir það sem ég hef lent í, og þetta er bara mín upplifun, að þér getur ekki liðið vel þegar þú ert svona feitur,“ segir hann.

Bjarki segir að það sé frábært að sumir finni sig í jákvæðri líkamsímynd en að það hafi ekki virkað fyrir hann.

„Alls ekki. Ég horfði á mig í spegli og hataði sjálfan mig. Ég hataði hvernig ég leit út og að geta ekki tekið ábyrgð á þessu. Ég hataði að geta ekki verið eins og flestir vinir mínir, í íþróttum og allt þetta, ég hafði bara ekki viljan í það. Ég bara gat það ekki. Þegar ég fór í ræktina leið mér illa því mér fannst fólk vera að stara, bara fokking ógeðslega óþægilegt að vera svona feitur og ég hataði það.“

Bjarka leið illa. Aðsend mynd.

Magaermi á vökunni

Bjarki segir að hann hafi verið kominn í hættulegan vítahring. Hann var á vökunni vegna fíkniefnaneyslu í fimm til sjö daga en síðan borðaði hann stanslaust í þrjá daga.

Sjá einnig: Tárast þegar hann heldur á dóttur sinni – „Ég átti ekki að geta það“

Bjarki fór í magaermi þegar hann var í virkri neyslu. Daginn sem hann fór í aðgerð hafði hann verið á vökunni í fjóra daga.

Bjarki Viðarsson. Mynd/DV

Aðspurður hvort enginn hafi athugað ástand hans svarar hann neitandi. „En ég held líka að fáir séu að mæta á fjögurra daga vöku. En ég náði líka að fela þetta, það var ekkert öðruvísi við mig. Ég var vanur að fela þetta og var í karakter,“ segir hann.

„Ég man ég hugsaði – ég var hræddur, því ég var búinn að vera vakandi í fjóra daga, fullt af eiturlyfjum inni í mér – að ég gæti dáið. En svo hugsaði ég: „Það er bara fínt, því ég er frekar til að deyja en að vera feitur.“ Hugsunin var orðin þannig.“

Sjálfshatrið var svo mikið og hafði verið síðan hann var barn. „Sem er líka skrýtið því ég á svo ástkæra og kærleiksríka fjölskyldu sem er búin að standa saman út í eitt, þannig það er svo skrýtið að svona gaur getur fundið svona mikið hatur innra með sjálfum sér.“ Í þættinum opnar Bjarki sig um einelti sem hann varð fyrir og áhrifunum sem það hafði á hann.

Þyngdartap ekki lausnin

Bjarki segist vera ánægður að hafa farið í aðgerðina. „Magaermin bjargaði líka lífi mínu, ég er ekkert eðlilega sáttur að hafa farið í hana.“

Eftir aðgerðina var Bjarki edrú eftir tvær vikur en byrjaði síðan að nota aftur.

„Ég hélt að þetta væri lausnin til að hætta að nota eiturlyf, að léttast. Ég hélt að ég væri að nota því ég væri feitur. En ég fattaði ekki hversu mikið þetta átti mig síðan. Þegar ég var orðin 80 kíló og ennþá að nota, þá [áttaði ég mig á því] að þetta hafði ekkert með að gera hvort ég væri feitur eða ekki. Þetta var djúpt innra með mér sem ég þurfti að vinna í.“

Bjarki fór seinna í svuntuaðgerð og fitusog. „En ég er ennþá, ef ég bæti kannski á mig fimm kílóum þá hugsa ég: „Fokking gaur, hvað ertu að gera?“ Ég finn alveg gamla svartnættið koma inn,“ segir hann.

Horfðu á þáttinn með Bjarka í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Bjarka á Instagram og smelltu hér til að fylgja Götustrákum og horfa á þættina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart
Hide picture