fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Sérfræðingar óttast að kalt stríð ríki milli hertogahjónanna og þau eigi alvarlegt samtal framundan

Fókus
Föstudaginn 11. október 2024 17:34

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sögusagnir eru farnar á kreik um að hjónaband hertogahjónanna, Harry og Meghan, sé í andarslitrunum. Þar sem þau hafa lítið sést saman undanfarið er því jafnvel haldið fram að þú séu þegar búin að slíta samvistum.

Geo News segir að nú verði ekki aftur snúið hjá hjónunum og stefnir í ljótan og harðvígan skilnað. Kevin O’Sullivan er sérfræðingur í málefnum konungsfjölskyldunnar og hann sagði í viðtali við TalkTV að þau séu komin í kalt stríð.

„Hún er að reyna að vera betri en hann og hann er að reyna að vera betri en hún, svo staðan fer úr öskunni í eldinn“

Kinsey Schofield, annar konunglegur sérfræðingur, tekur  undir þetta og segir örvæntingu ríkja meðal hjónanna. „Þetta er eiginlega bara örvænting.“

Express segir að sérfræðingar meti stöðuna svo að Harry dauðsjái eftir því að hafa komið sjálfum sér í útlegð frá bresku konungshöllinni. Hann sé fyrst núna að átta sig á því hvað hann hefur misst.  Á sama tíma sé Meghan að horfa fram á við og ætli sér að koma sjálfri sér aftur á kortið.

Nóg hefur verið að gera hjá hjónunum sem hafa mætt á fjölda viðburða, þó í sitthvoru lagi. Harry er nú á leiðinni heim eftir þriggja vikna ferðalag til New York. Breskir miðlar telja margir að líklega hafi Harry kosið að ferðast einn svo hann gæti hugsað næstu skref. Það sé því stórt samtal sem bíði hans og Meghan þegar heim er komið.

Önnur kenning er þó sú að hjónin hafi hreinlega ákveðið að koma minna fram sem par og meira fram sem einstaklingar. Þar með geti þau skapað nafn hvort fyrir sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“