fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Modern Family-stjarna veitir sjaldséða innsýn í einkalífið eftir að hafa yfirgefið Hollywood

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 11. október 2024 10:37

Mynd/Modern Family ABC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Ariel Winter ákvað að flytja frá Los Angeles í leit að rólegra lífi. Hún opnar sig um ákvörðunina og lífið í dag í samtali við E! News.

Flestir kannast við Winter sem persónuna Alex Dunphy í geysivinsælu gamanþáttunum Modern Family. Þættirnir hófu göngu sína árið 2009 og kom síðasta þáttaröðin út árið 2020. Winter var aðeins ellefu ára gömul þegar fyrsta þáttaröð fór í loftið og ólst hún upp fyrir augum áhorfenda.

Winter segir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að flytja frá Los Angeles en hún sjái ekki eftir því í dag.

„Ég held að L.A. hafi aldrei verið fyrir mig, en ég var bara stressuð,“ sagði hún við E! News.

„Síðan fékk ég þetta tækifæri og ég var bara, veistu hvað? Ég er til í breytingar. Ég er að reyna að græða gömul sár, þroskast og þróast. Þetta hefur stækkað veröld mína til muna.“

Watch Una Familia Moderna Streaming Online | Hulu (Free Trial)

Náin „fjölskylda“

Winter, sem er 26 ára í dag, segir að þó margt hafi breyst þá sé sumt alltaf eins, eins og vinátta hennar og meðleikara hennar í Modern Family.

Um Nolan Gould, sem lék bróður hennar, Luke Dunphy, í þáttunum hafði hún þetta að segja: „Hann er bróðir minn. Hann var fyrsti besti vinur minn, sem er mjög fallegt. Við kynntumst þegar hann var tíu ára og ég var ellefu ára, við höfum gengið í gegnum svo margt saman og höfum alltaf verið vinir.“

Þau léku systkinin Alex og Luke Dunphy. Mynd/Getty Images

Hún segir samband allra enn vera sterkt. „Við öll elskum hvert annað, það er ótrúlegt,“ sagði hún og bætti við að „þegar þið eyðið svona miklum tíma saman þá verðið þið fjölskyldan sem þið eruð að leika.“

Ástfangin

Winter segir að það hafi verið skrýtið að vinna með sama fólkinu á hverjum degi í tólf ár og síðan allt í einu hætta því eftir að göngu þáttanna lauk.

Ariel Winter og hennar heittelskaði, Luke Benward. Mynd/Getty Images

Hún segir að það hafi hjálpað að eiga stuðningsríkan kærasta en hún og Luke Benward hafa verið saman í fimm ár. Hún segir sambandið byggt á vináttu.

„Ég elska hann og hvað sem framtíðin ber í skauti sér fyrir okkur er það sem er ætlað okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram