fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Ellý spáir fyrir Kleina – Verður endurkoma hans á samfélagsmiðla lukkuleg og er framtíð þeirra Hafdísar björt?

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 1. janúar 2024 20:00

Kristján Einar og Ellý Ármanns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonan og flugfreyjan Ellý Ármannsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún spáir áhrifavaldinum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni.

video
play-sharp-fill

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Ellý Ármanns, ein eftirsóttasta spákona landsins, mætti með tarot-spilin í áramótaþátt Fókuss og spáði fyrir nokkrum þekktum einstaklingum, þar á meðal áhrifavaldinum Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, kallaður Kleini. Hann er trúlofaður Hafdísi Björg Kristjánsdóttur, eiganda líkamsmeðferðarstofunnar Virago.

Kleini hefur undanfarna fimm mánuði verið í pásu frá samfélagsmiðlum til að sinna framtíðaráformum sínum. Hann sneri til baka um daginn – tímabundið – en sagði við DV að það væri „fjandi stutt“ í að hann kæmi aftur til að vera.

Bíllinn var því miður seldur stuttu síðar.

Við spurðum Ellý: „Verður endurkoma hans á samfélagsmiðla lukkuleg, og er framtíð hans og Hafdísar björt?“

„Hún er mjög björt. Ég þekki Hafdísi, æðisleg stelpa. Hann situr í hásæti og er með eitt verkefni í fangi og hann þarf að passa þetta verkefni og hann þarf að vanda sig, hann veit þetta, og hann er að vanda sig,“ segir hún og bætir við:

„Mörg verkefni eru fyrir aftan hann og hann þarf að sætta sig við þau vrkefni, því þetta er liðið. En hann er sestur í einhvern vagn og hann fer hratt fram á við, meira fæ ég ekki að sjá.“

Hún tekur þó fram að það sem hún sér er jákvætt og bjart.

Horfðu á alla spá Ellýjar fyrir parið í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af áramótaþætti Fókuss sem má horfa á í heild sinni hér.

Það er hægt að fylgjast með Ellý á Facebook og Instagram.

Ellý spáði líka fyrir:

Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra

Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og ríkisstjórninni

Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“

Anne Hathaway þurfti að slumma tíu menn – „Þetta hljómaði viðbjóðslega“
Hide picture