fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Þekktustu „besties“ landsins kynna nýtt verkefni – Frumsýning á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 13:07

Sunneva og Birta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar og samfélagsmiðlastjörnurnar Sunneva Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir kynna nú nýtt verkefni til sögunnar, ís sem þær hafa sjálfar þróað og hannað í samstarfi við Kjörís.

Um er að ræða Ostakökuís með hindberja swirl og bleiku súkkulaði. Allt er þetta svo skreytt í anda Teboðsins, hlaðvarpsþáttar vinkvennanna, með smekklegum hvítum hjörtum, eins og segir í tilkynningu frá Kjörís.

Ísinn nefna þær Bestís og er það vel við hæfi þar sem þær eru sennilega þekktustu „besties“ landsins, eða bestu vinkonur.

Í tilefni af frumsýningu íssins hafa þær blásið til samfélagsmiðla-stjörnuveislu sem haldin er á háleynilegum stað í hjarta höfuðborgarinnar. 

Ísinn verður svo sýndur almenningi á fimmtudagsmorgun í Bónus Smáratorgi og munu fyrstu viðskiptavinirnir fá glaðning frá þeim stöllum. Teboðs-skvísurnar munu svo kynna vöruna á meðan birgðir endast í Bónus Smáratorgi. Stefnt er að því að ísinn verði kominn í allar verslanir landsins í kringum næstu helgi. 

Verkefninu fylgja þær svo eftir með ferðalagi um landið þar sem þær munu kynna ísinn í hinum ýmsu bæjarfélögum á fagurlega skreyttum Kjörísbíl í anda Teboðsins.

Þetta er þeirra fyrsta skref í þróun og vöruhönnun en alveg örugglega ekki það síðasta. Hafið augun á þessum stúlkum á komandi árum því hér eru stórstjörnur að stíga sín fyrstu skref í matvælageiranum segja Kjörísmenn sem bera miklar væntingar til þessa samstarfs og eru sannfærðir um að líflegur tími sé fram undan. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona notar þú kjöthitamæli rétt

Svona notar þú kjöthitamæli rétt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“

Segir Norðmenn ofmeta eigið mikilvægi – „Halda að heimurinn snúist um nokkra bændur í Skandinavíu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvað er besta áramótaskaupslagið?

Hvað er besta áramótaskaupslagið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“

Bestu lög ársins að mati Bigga Maus – „Þetta var stórkostlegt ár í íslenskri tónlist“