Weinberg, sem er 63 ára, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum og er ákæran gegn honum í 28 liðum. Hann var fyrst ákærður árið 2022 fyrir brot gegn fimm konum og í kjölfarið stigu fleiri konur fram.
Weinberg er sagður hafa notað áhrif sín til að lokka konur heim til sín undir því yfirskini að þær væru að fara í myndatöku. Þar braut hann gegn þeim. Brotin hófust árið 2014 og stóðu yfir til ársins 2019. Konurnar sem Weinberg braut gegn komu úr ýmsum áttum og komst hann í kynni við sumar þeirra á netinu.
Málið er komið til kasta dómstóla og var fjórum ákæruliðum vísað frá í vikunni. Eftir standa ákæruliðir sem varða mjög alvarleg brot sem varða lífstíðarfangelsi.
Í umfjöllun Variety kemur fram að fjórar konur hafi lýst því að Weinberg hafi þrengt að öndunarvegi þeirra meðan hann nauðgaði þeim. „Ég var hræddur um að hann myndi drepa mig,“ sagði ein kvennanna.