Söngkonan Camila Cabello opnar sig um fyrsta skiptið sem hún stundaði kynlíf og segir það hafa verið „fallegt.“
Cabello, 27 ára, missti meydóminn þegar hún var tuttugu ára gömul með þáverandi kærasta sínum, breska stefnumótasérfræðingnum og sjónvarpsmanninum Matthew Hussey.
Parið byrjaði saman árið 2018 og var saman í rúmlega ár.
„Þetta var fyrsta sambandið mitt, þetta var frekar seint fyrir fyrsta samband. Ég var tvítug,“ sagði Cabello í hlaðvarpsþættinum Armchair Expert with Dax Shepard.
„Ég hafði reyndar hlustað á hlaðvarpið hans [Hussey] áður en við kynntumst, því hann var með svona stefnumótahlaðvarp. Hann er giftur í dag, þannig til hamingju.“
Söngkonan sagði að hann hafi verið hennar fyrsti. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég stundaði kynlíf, við nutum ásta og þannig var það bókstaflega. Þetta var fallegt.“
Eftir að þau hættu saman byrjaði Cabello með söngvaranum Shawn Mendes.