fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Enginn mórall hjá Skítamóral og tónleikum ekki aflýst

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 16. maí 2024 16:30

Skítamórall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Skítamórall mun halda tónleika á Sviðinu Selfossi föstudag, laugardag og sunnudag núna um helgina.

Á Facebook-síðu með nafninu Skítamórall má sjá færslu þar sem búið er að merkja stórum stöfum „Aflýst“ yfir auglýsingu um tónleikana. Hér er þó maðkur í mysunni því síðan og færslan er ekki á vegum sveitarinnar eða eiganda Sviðsins.

„Að gefnu tilefni ! Í ljósi þess að andlega veikur einstaklingur fer nú mikinn á kostuðum þræði á Facebook með þau skilaboð að tónleikum Skítamórals um helgina sé frestað er rétt að taka fram að það er EKKI RÉTT,“ segir Þórir Jóhannsson eigandi Sviðsins í færslu sem hann birti í hópi íbúa á Selfossi.

„Unnið er að því að fá Faceboook til að fjarlægja þessa spamfærslu. Móralinn er með tónleika ALLA helgina – fös/lau/sun. Uppselt á laugardag, fáir miðar eftir á föstudag og sunnudag. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!“

Þegar Facebook-síðan er skoðuð má sjá að engum líkar við hana og aðeins eru tvær færslur um að tónleikunum sé aflýst, sem eins og fram kemur að ofan er ekki rétt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“